Útiloka ekki stofnun nýs flokks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 18:13 Benedikt Jóhannesson sagði sig nýlega úr framkvæmdastjórn Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans. Bæði Benedikt og Ingólfur Hjörleifsson, fyrrum frambjóðandi flokksins til þingkosninga, hafa gagnrýnt vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar og aðferðir við val á lista fyrir næstu þingkosningar. Í dag var stofnaður Facebook-hópurinn C++ frelsi og frjálslynd hugsun!. C er listabókstafur Viðreisnar og gæti því einhver skilið nafn flokksins sem Viðreisn 2.0, uppfærða og betri. Umræðuhópurinn umræddi er prívat og hugsaður fyrir þá sem vilja ræða frelsi og frjálslynda hugsun.skjáskot/facebook Ekki búinn að ákveða framhaldið Vísir spurði bæði Ingólf og Benedikt hvort þeir stæðu á bak við hópinn og gátu báðir staðfest að þeir væru í honum en Benedikt segist ekki hafa stofnað hann. Ingólfur svaraði því ekki en sagðist vera meðlimur ýmissa hópa á Facebook þar sem frelsi og frjálslyndi væru til umræðu. Ertu að hugsa um að stofna nýjan flokk? var Benedikt þá spurður. „Það er ekki ákveðið enn þá,“ svaraði hann. Það er sem sagt alveg möguleiki á því? „Það er ekki tímabært að segja neitt um það,“ svaraði hann þá. Spurður hvort hann brenni fyrir því að halda áfram í stjórnmálum segist hann eiginlega ekki getað svarað þeirri spurningu. „Það er svo margt að gera í lífinu og ég uni mínu lífi ágætlega.“ Hann kveðst vera í fríi og að framhaldið verði að koma í ljós. Benedikt er enn í stjórn Viðreisnar. Kann hann enn vel við sig þar þrátt fyrir að hafa sagt sig úr framkvæmdastjórninni? „Ég er í stjórn Viðreisnar. Þar er margt gott fólk og fólk upp til hópa í Viðreisn er bara mjög gott fólk.“ Hann segir samstarfsgrunninn í framkvæmdastjórninni ekki hafa verið góðan en eins og greint hefur verið frá fer ekki sérlega vel á með Benedikt og hóp innan flokksins eftir uppstillingu á lista fyrir þingkosningarnar í haust. Benedikt sóttist eftir fyrsta sæti listans en var boðið það síðasta, heiðurssætið. Margt í umræðunni Ingólfur sóttist eftir 3.-5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.facebook/ingólfur hjörleifsson Ingólfur, sem gagnrýndi framkomu fámenns hóps innan flokksins harðlega við mbl.is í gær segir marga innan flokksins nú hugsa næsta skref. Hann útilokar þar ekki stofnun nýs flokks: „Ef það eru einhver samtöl um einhvern klofning þá kemur það bara í ljós, ef eitthvað svoleiðis kemur í ljós, þegar það verður tilkynnt,“ sagði hann. „Það eru bara margir að hugsa sitt í sínu horni og það er margt í umræðunni. Það er erfitt að pinna eitthvað eitt út fyrir eitthvað annað.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Reykjavík Tengdar fréttir Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Bæði Benedikt og Ingólfur Hjörleifsson, fyrrum frambjóðandi flokksins til þingkosninga, hafa gagnrýnt vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar og aðferðir við val á lista fyrir næstu þingkosningar. Í dag var stofnaður Facebook-hópurinn C++ frelsi og frjálslynd hugsun!. C er listabókstafur Viðreisnar og gæti því einhver skilið nafn flokksins sem Viðreisn 2.0, uppfærða og betri. Umræðuhópurinn umræddi er prívat og hugsaður fyrir þá sem vilja ræða frelsi og frjálslynda hugsun.skjáskot/facebook Ekki búinn að ákveða framhaldið Vísir spurði bæði Ingólf og Benedikt hvort þeir stæðu á bak við hópinn og gátu báðir staðfest að þeir væru í honum en Benedikt segist ekki hafa stofnað hann. Ingólfur svaraði því ekki en sagðist vera meðlimur ýmissa hópa á Facebook þar sem frelsi og frjálslyndi væru til umræðu. Ertu að hugsa um að stofna nýjan flokk? var Benedikt þá spurður. „Það er ekki ákveðið enn þá,“ svaraði hann. Það er sem sagt alveg möguleiki á því? „Það er ekki tímabært að segja neitt um það,“ svaraði hann þá. Spurður hvort hann brenni fyrir því að halda áfram í stjórnmálum segist hann eiginlega ekki getað svarað þeirri spurningu. „Það er svo margt að gera í lífinu og ég uni mínu lífi ágætlega.“ Hann kveðst vera í fríi og að framhaldið verði að koma í ljós. Benedikt er enn í stjórn Viðreisnar. Kann hann enn vel við sig þar þrátt fyrir að hafa sagt sig úr framkvæmdastjórninni? „Ég er í stjórn Viðreisnar. Þar er margt gott fólk og fólk upp til hópa í Viðreisn er bara mjög gott fólk.“ Hann segir samstarfsgrunninn í framkvæmdastjórninni ekki hafa verið góðan en eins og greint hefur verið frá fer ekki sérlega vel á með Benedikt og hóp innan flokksins eftir uppstillingu á lista fyrir þingkosningarnar í haust. Benedikt sóttist eftir fyrsta sæti listans en var boðið það síðasta, heiðurssætið. Margt í umræðunni Ingólfur sóttist eftir 3.-5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.facebook/ingólfur hjörleifsson Ingólfur, sem gagnrýndi framkomu fámenns hóps innan flokksins harðlega við mbl.is í gær segir marga innan flokksins nú hugsa næsta skref. Hann útilokar þar ekki stofnun nýs flokks: „Ef það eru einhver samtöl um einhvern klofning þá kemur það bara í ljós, ef eitthvað svoleiðis kemur í ljós, þegar það verður tilkynnt,“ sagði hann. „Það eru bara margir að hugsa sitt í sínu horni og það er margt í umræðunni. Það er erfitt að pinna eitthvað eitt út fyrir eitthvað annað.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Reykjavík Tengdar fréttir Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05