Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2021 14:35 Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Verne Global hf, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Aðsend Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Verne Global hafi átt viðskipti við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. „Starfsemin, sem losar engan útblástur, er sérhönnuð fyrir gervigreind og stórvirka gagnavinnslu, um leið og viðskiptavinum er boðið upp á alhliða stuðning meðan á vinnsluferlinu stendur til þess að hámarka afköst og sveigjanleika.“ Með samstarfi við Landsvirkjun geti Verne Global boðið viðskiptavinum sínum umtalsvert kostnaðarhagræði með aðgengi að gnótt endurnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku sem Ísland hafi upp á að bjóða um leið og dregið sé úr kolefnislosun. „Þess má geta að bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen vinna með Verne Global og nýta sér umfangsmikla vinnslugetu gagnaversins til þess að bæta hönnun bíla sem þeir framleiða, stytta hönnunartímann og stuðla að bestun í bílaumferð án þess að skaða umhverfið. Meðal annarra viðskiptavina Verne Global eru fjármálastofnanir, rannsóknarfyrirtæki á sviði líftækni og sérfræðingar í gervigreind.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagnaversiðnaðinn á Íslandi stöðugt eflast og sé sá orkufreki iðnaður sem vaxi hvað hraðast á heimsvísu. „Eftirspurn eftir stórvirkri tölvuvinnslu fer vaxandi og sú sérstaða landsins að geta boðið upp á áreiðanlega græna orku á samkeppnishæfum kjörum og hentugt veðurfar gera Ísland að svalasta staðnum fyrir gagnver. Það er okkur sönn ánægja að sjá áframhaldandi vöxt Verne Global og styðja við framtíðaráætlanir fyrirtækisins.“ Dominic Ward, forstjóri Verne Global, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi á Íslandi fundið ákjósanlegt svæði fyrir stórvirka tölvuvinnslu knúna af stórkostlegri orku sem skaði ekki umhverfið. „Landsvirkjun hefur leikið lykilhlutverk í því að gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar einstakt forskot í samkeppninni, eins og lágt orkuverð og verðöryggi. Raforkuverð í flestum öðrum löndum sveiflast eftir aðstæðum á markaði, en í gegnum samstarf okkar við Landsvirkjun á Íslandi getum við boðið viðskiptavinum okkar þann stöðugleika sem fylgir því að vita fyrirfram hver orkukostnaður gagnaversins verður og að orkan er fullkomlega endurnýjanleg.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Verne Global hafi átt viðskipti við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. „Starfsemin, sem losar engan útblástur, er sérhönnuð fyrir gervigreind og stórvirka gagnavinnslu, um leið og viðskiptavinum er boðið upp á alhliða stuðning meðan á vinnsluferlinu stendur til þess að hámarka afköst og sveigjanleika.“ Með samstarfi við Landsvirkjun geti Verne Global boðið viðskiptavinum sínum umtalsvert kostnaðarhagræði með aðgengi að gnótt endurnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku sem Ísland hafi upp á að bjóða um leið og dregið sé úr kolefnislosun. „Þess má geta að bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen vinna með Verne Global og nýta sér umfangsmikla vinnslugetu gagnaversins til þess að bæta hönnun bíla sem þeir framleiða, stytta hönnunartímann og stuðla að bestun í bílaumferð án þess að skaða umhverfið. Meðal annarra viðskiptavina Verne Global eru fjármálastofnanir, rannsóknarfyrirtæki á sviði líftækni og sérfræðingar í gervigreind.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagnaversiðnaðinn á Íslandi stöðugt eflast og sé sá orkufreki iðnaður sem vaxi hvað hraðast á heimsvísu. „Eftirspurn eftir stórvirkri tölvuvinnslu fer vaxandi og sú sérstaða landsins að geta boðið upp á áreiðanlega græna orku á samkeppnishæfum kjörum og hentugt veðurfar gera Ísland að svalasta staðnum fyrir gagnver. Það er okkur sönn ánægja að sjá áframhaldandi vöxt Verne Global og styðja við framtíðaráætlanir fyrirtækisins.“ Dominic Ward, forstjóri Verne Global, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi á Íslandi fundið ákjósanlegt svæði fyrir stórvirka tölvuvinnslu knúna af stórkostlegri orku sem skaði ekki umhverfið. „Landsvirkjun hefur leikið lykilhlutverk í því að gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar einstakt forskot í samkeppninni, eins og lágt orkuverð og verðöryggi. Raforkuverð í flestum öðrum löndum sveiflast eftir aðstæðum á markaði, en í gegnum samstarf okkar við Landsvirkjun á Íslandi getum við boðið viðskiptavinum okkar þann stöðugleika sem fylgir því að vita fyrirfram hver orkukostnaður gagnaversins verður og að orkan er fullkomlega endurnýjanleg.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira