atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 09:28 Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri ADC. Landsvirkjun Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun, en fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og sé því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma. „AtNorth er 100% eigandi ADC ehf. [Advania Data Centers], sem hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil. Starfsmenn eru um 50 talsins auk fjölda verktaka og árleg heildarvelta nemur yfir sex milljörðum króna. Starfsemin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er áformað að taka í notkun gagnaver í Stokkhólmi, þar sem hitinn frá tölvubúnaði verður nýttur til húshitunar. Gagnaverið sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og er gagnaverið eitt það stærsta í Evrópu. Raforkusamningurinn gerir atNorth kleift að mæta sívaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuafli og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftirspurn var nýverið lokið við stækkun á þeim hluta gagnaversins sem tryggir hámarks rekstraröryggi og uppfyllir strangar öryggiskröfur. Slík skilyrði eru forsenda þess að þjónusta framsækin alþjóðleg fyrirtæki sem nýta ofurtölvur, t.d. á sviði gervigreindar og útreikninga fyrirtækja sem eru umsvifamikil á sviði rannsókna og vísinda. Markaðssókn til framtíðar beinist í auknum mæli að slíkum verkefnum. Aðstæður hér á landi eru ákjósanlegar fyrir starfsemi gagnavera með fyrirsjáanlegum raforkuverðum, endurnýjanlegri uppsprettu orkunnar og köldu loftslagi sem dregur úr kostnaði við kælingu á tölvubúnaði,“ segir í tilkynningunni. Annar samningurinn á tveimur dögum Greint var frá því í gær að Landsvirkjun og Verne Global hf. Hafi undirritað nýjan raforkusamning sem gildir til 2030. Í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Verne Global hefur átt í viðskiptum við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun, en fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og sé því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma. „AtNorth er 100% eigandi ADC ehf. [Advania Data Centers], sem hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil. Starfsmenn eru um 50 talsins auk fjölda verktaka og árleg heildarvelta nemur yfir sex milljörðum króna. Starfsemin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er áformað að taka í notkun gagnaver í Stokkhólmi, þar sem hitinn frá tölvubúnaði verður nýttur til húshitunar. Gagnaverið sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og er gagnaverið eitt það stærsta í Evrópu. Raforkusamningurinn gerir atNorth kleift að mæta sívaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuafli og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftirspurn var nýverið lokið við stækkun á þeim hluta gagnaversins sem tryggir hámarks rekstraröryggi og uppfyllir strangar öryggiskröfur. Slík skilyrði eru forsenda þess að þjónusta framsækin alþjóðleg fyrirtæki sem nýta ofurtölvur, t.d. á sviði gervigreindar og útreikninga fyrirtækja sem eru umsvifamikil á sviði rannsókna og vísinda. Markaðssókn til framtíðar beinist í auknum mæli að slíkum verkefnum. Aðstæður hér á landi eru ákjósanlegar fyrir starfsemi gagnavera með fyrirsjáanlegum raforkuverðum, endurnýjanlegri uppsprettu orkunnar og köldu loftslagi sem dregur úr kostnaði við kælingu á tölvubúnaði,“ segir í tilkynningunni. Annar samningurinn á tveimur dögum Greint var frá því í gær að Landsvirkjun og Verne Global hf. Hafi undirritað nýjan raforkusamning sem gildir til 2030. Í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Verne Global hefur átt í viðskiptum við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi.
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira