75 konur fæddu heima árið 2019 og sjö á leiðinni á fæðingarstað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2021 11:51 Fyrirfram ákveðnar heimafæðingar voru 70 en fjórar konur fæddu óvænt heima. Alls fæddust 4.454 börn í 4.385 fæðingum á Íslandi árið 2019. Um er að ræða fjölgun miðað við síðustu ár en árið 2016 höfðu fæðingar ekki verið jafnfáar síðan árið 2002. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu fæðingarskráningar 2019. Á Landspítala fóru fram 3.207 fæðingar, eða um 73 prósent allra fæðinga á landinu. Níu prósent fæðinga fóru fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri og átta prósent fæðinga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Um 2,5 prósent fæðinga fóru fram á öðrum stöðum, þar af 64 á fæðingarstofunni Björkinni. Sjö konur fæddu á leið á fæðingarstað og 75 konur fæddu heima. Alls fæddu 69 konur fleiri en eitt barn í sömu fæðingu árið 2019, þar af 40 fyrir tímann. 53 konur fætt á leiðinni á fæðingarstað Hundrað og fimmtíu konur, eða 4,1 prósent, hlutu þriggja eða fjórðu gráðu spangarrifu, en það er þegar rifan nær niður í vöðvalag hringvöðvans í kringum endaþarm. Tíðnin var aðeins 1,7 prósent á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem talið er mega rekja til átaks í spangarstuðningi. Klippt var á spöngina hjá 380 konum. Alls eignuðust 710 konur börn sín með keisaraskurði, þar af 428 eftir bráðakeisara. Sogklukku var beitt í 313 tilvikum og töngum í fjórtán fæðingum. Í skýrslunni segir að 33 konur hófu fæðingu í Björkinni en voru fluttar á Landspítala. Algengasta ástæða flutnings var langdregið fyrsta stig fæðingar og ósk móður um mænudeyfingu. Fyrirfram ákveðnar heimafæðingar voru 70 en fjórar konur fæddu óvænt heima. Alls hófu 85 konur heimafæðingu en flytja þurfti 15 á sjúkrahús. Eins og fyrr segir fæddu sjö konur á leiðinni á fæðingarstað en á síðustu tíu árum hefur 53 fæðingar borið að með þeim hætti. Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu fæðingarskráningar 2019. Á Landspítala fóru fram 3.207 fæðingar, eða um 73 prósent allra fæðinga á landinu. Níu prósent fæðinga fóru fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri og átta prósent fæðinga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Um 2,5 prósent fæðinga fóru fram á öðrum stöðum, þar af 64 á fæðingarstofunni Björkinni. Sjö konur fæddu á leið á fæðingarstað og 75 konur fæddu heima. Alls fæddu 69 konur fleiri en eitt barn í sömu fæðingu árið 2019, þar af 40 fyrir tímann. 53 konur fætt á leiðinni á fæðingarstað Hundrað og fimmtíu konur, eða 4,1 prósent, hlutu þriggja eða fjórðu gráðu spangarrifu, en það er þegar rifan nær niður í vöðvalag hringvöðvans í kringum endaþarm. Tíðnin var aðeins 1,7 prósent á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem talið er mega rekja til átaks í spangarstuðningi. Klippt var á spöngina hjá 380 konum. Alls eignuðust 710 konur börn sín með keisaraskurði, þar af 428 eftir bráðakeisara. Sogklukku var beitt í 313 tilvikum og töngum í fjórtán fæðingum. Í skýrslunni segir að 33 konur hófu fæðingu í Björkinni en voru fluttar á Landspítala. Algengasta ástæða flutnings var langdregið fyrsta stig fæðingar og ósk móður um mænudeyfingu. Fyrirfram ákveðnar heimafæðingar voru 70 en fjórar konur fæddu óvænt heima. Alls hófu 85 konur heimafæðingu en flytja þurfti 15 á sjúkrahús. Eins og fyrr segir fæddu sjö konur á leiðinni á fæðingarstað en á síðustu tíu árum hefur 53 fæðingar borið að með þeim hætti.
Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira