Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2021 16:40 Gígurinn í Geldingadölum nú síðdegis. Enn rýkur upp úr gígnum þótt ekki sjáist til rennandi hrauns. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. „Óróinn snarminnkaði í eftirmiðdaginn. Það er þó ennþá gosórói,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir óróann ekki hafa minnkað jafn mikið núna og gerðist fyrr í vikunni þegar hlé virðist hafa orðið á gosinu. Á vefmyndavélinni hefur sést rjúka upp úr gígnum nú síðdegis og því líklegt að þar sé opin hrauntjörn, þótt ekki sjáist hraun berast frá gígnum á yfirborði. Raunar mátti sjá glytta í hraunslettu nú síðdegis þannig að enn virðist krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir óróa í eldstöðinnni síðustu tíu daga. Sjá má hvar óróinn féll niður 29. júní þegar gosið virðist hafa legið niðri. Einnig hamaganginn í kringum miðnætti 30. júní. Lengst til hægri sést hvernig óróinn hefur minnkað í dag.Veðurstofa Íslands Gosórói féll einnig niður á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags og spurðu margir sig hvort farið væri að hylla undir goslok. Telur Páll nokkuð víst að þá hafi gosið legið niðri í nokkrar klukkustundir. Eldstöðin var hins vegar fljót að þagga niður í vangaveltum um að hún væri komin að fótum fram. Í fyrrakvöld sendi hún frá sér svo öflugar hraungusur að það flæddi yfir gígbarmana allan hringinn, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: Hér má tengjast vefmyndavél Vísis til að sjá eldstöðina í beinni útsendingu: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Óróinn snarminnkaði í eftirmiðdaginn. Það er þó ennþá gosórói,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir óróann ekki hafa minnkað jafn mikið núna og gerðist fyrr í vikunni þegar hlé virðist hafa orðið á gosinu. Á vefmyndavélinni hefur sést rjúka upp úr gígnum nú síðdegis og því líklegt að þar sé opin hrauntjörn, þótt ekki sjáist hraun berast frá gígnum á yfirborði. Raunar mátti sjá glytta í hraunslettu nú síðdegis þannig að enn virðist krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir óróa í eldstöðinnni síðustu tíu daga. Sjá má hvar óróinn féll niður 29. júní þegar gosið virðist hafa legið niðri. Einnig hamaganginn í kringum miðnætti 30. júní. Lengst til hægri sést hvernig óróinn hefur minnkað í dag.Veðurstofa Íslands Gosórói féll einnig niður á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags og spurðu margir sig hvort farið væri að hylla undir goslok. Telur Páll nokkuð víst að þá hafi gosið legið niðri í nokkrar klukkustundir. Eldstöðin var hins vegar fljót að þagga niður í vangaveltum um að hún væri komin að fótum fram. Í fyrrakvöld sendi hún frá sér svo öflugar hraungusur að það flæddi yfir gígbarmana allan hringinn, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: Hér má tengjast vefmyndavél Vísis til að sjá eldstöðina í beinni útsendingu:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00
Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57
Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39
Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36