Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 20:06 Gróðureldar loga víða í Bresku-Kólumbíu. AP/Marshall Potts Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. Ráðamenn segja að illa gangi að finna fólkið og ganga úr skugga um að það sé heilt á húfi. Vegna bilunar í símsendum og rafmagnsleysis eru samskipti á svæðinu erfið og ráðamenn hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um íbúa sem ekki hefur tekist að ná í. Í samtali við CBC News segir þingmaður af svæðinu að minnst 90 prósent Lytton hafi brunnið. Það sé erfitt að finna íbúa sem flúðu bæinn en það sé í hæsta forgangi. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBC frá því í dag. Lytton er í Bresku-Kólumbíu en gífurleg hitabylgja hefur verið leikið íbúa vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna grátt undanfarna daga. Talið er að hundruð hafi dáið vegna hitabylgjunnar en þegar mest var mældist hittin tæpar 50 gráður í Lytton. Aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Kanada. CBC hefur eftir Jan Polderman, bæjarstjóra Lytton, að hann hafi skrifað undir rýmingarskipun klukkan sex að staðartíma í gær. Eldurinn hafi þó umlukt þorpið áður en hægt hafi verið að skipuleggja rýminguna. „Bærinn brann til grunna,“ sagði Polderman. „Ég tók eftir hvítum reyk suður af bænum og fimmtán til tuttugu mínútum síðar stóð bærinn í ljósum logum.“ Hér má sjá myndefni sem sýnir aðstæður þegar íbúar þurftu að flýja í gær. Hér er svo tíst frá blaðamanni CBC sem sýnir aðalgötu Lytton og hve mikið tjónið er. Lytton's Main Street, before and after yesterday's devastating fire. (Photo from a Chilliwack Fire Department member) pic.twitter.com/OaoRvg1ch3— Justin McElroy (@j_mcelroy) July 1, 2021 Kanada Loftslagsmál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Ráðamenn segja að illa gangi að finna fólkið og ganga úr skugga um að það sé heilt á húfi. Vegna bilunar í símsendum og rafmagnsleysis eru samskipti á svæðinu erfið og ráðamenn hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um íbúa sem ekki hefur tekist að ná í. Í samtali við CBC News segir þingmaður af svæðinu að minnst 90 prósent Lytton hafi brunnið. Það sé erfitt að finna íbúa sem flúðu bæinn en það sé í hæsta forgangi. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBC frá því í dag. Lytton er í Bresku-Kólumbíu en gífurleg hitabylgja hefur verið leikið íbúa vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna grátt undanfarna daga. Talið er að hundruð hafi dáið vegna hitabylgjunnar en þegar mest var mældist hittin tæpar 50 gráður í Lytton. Aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Kanada. CBC hefur eftir Jan Polderman, bæjarstjóra Lytton, að hann hafi skrifað undir rýmingarskipun klukkan sex að staðartíma í gær. Eldurinn hafi þó umlukt þorpið áður en hægt hafi verið að skipuleggja rýminguna. „Bærinn brann til grunna,“ sagði Polderman. „Ég tók eftir hvítum reyk suður af bænum og fimmtán til tuttugu mínútum síðar stóð bærinn í ljósum logum.“ Hér má sjá myndefni sem sýnir aðstæður þegar íbúar þurftu að flýja í gær. Hér er svo tíst frá blaðamanni CBC sem sýnir aðalgötu Lytton og hve mikið tjónið er. Lytton's Main Street, before and after yesterday's devastating fire. (Photo from a Chilliwack Fire Department member) pic.twitter.com/OaoRvg1ch3— Justin McElroy (@j_mcelroy) July 1, 2021
Kanada Loftslagsmál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira