Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:49 Páll Magnússon hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fimm ár, er að kveðja pólitíkina - og skrifar nú tæpitungulaust um stöðu flokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því. „Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir,“ skrifar Páll og vísar þar til tengsla ráðherrans við Samherja. „Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn.“ Bjarni stundaði þau viðskipti sem hann stundaði Páll fer annars hörðum orðum um ástand mála innan Sjálfstæðisflokksins í greininni og segir hann glíma við trúverðugleikabrest. Auk Kristjáns Þórs fjallar Páll sérstaklega um grunsemdir fólks um hagsmunaárekstra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hann hafi mátt þola vegna eigin umsvifa í viðskipta lífinu og afskrifta og aflandsreikninga. „Segja má að í tilviki fjármálaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálfstæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað,“ skrifar Páll. Páll bendir loks á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. Páll hefur setið á þingi fyrir flokkinn í fimm ár en var á sínum tíma ekki gerður að ráðherra, þrátt fyrir að hafa leitt listann í Suðurkjördæmi. Hann er ekki í framboði til Alþingis í haust. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir,“ skrifar Páll og vísar þar til tengsla ráðherrans við Samherja. „Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn.“ Bjarni stundaði þau viðskipti sem hann stundaði Páll fer annars hörðum orðum um ástand mála innan Sjálfstæðisflokksins í greininni og segir hann glíma við trúverðugleikabrest. Auk Kristjáns Þórs fjallar Páll sérstaklega um grunsemdir fólks um hagsmunaárekstra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hann hafi mátt þola vegna eigin umsvifa í viðskipta lífinu og afskrifta og aflandsreikninga. „Segja má að í tilviki fjármálaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálfstæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað,“ skrifar Páll. Páll bendir loks á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. Páll hefur setið á þingi fyrir flokkinn í fimm ár en var á sínum tíma ekki gerður að ráðherra, þrátt fyrir að hafa leitt listann í Suðurkjördæmi. Hann er ekki í framboði til Alþingis í haust.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira