Ornstein virðist hafa góða tengingu inn í enska hópinn en hans spár hafa réttar til þessa á mótinu. Sancho fékk að leika lausum hala gegn þreyttum Úkraínumönnum í 8-liða úrslitum en talið er að Saka komi inn á nýjan leik í kvöld.
England expected to make one change for tonight s #EURO2020 SF v Denmark Bukayo Saka set to regain starting place from Jadon Sancho on right of #ENG attack. Saka fit after minor ankle issue. Suggests a 4-2-3-1 but versatile @TheAthleticUK #ENGDEN #DEN https://t.co/X9EnBW9NND
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 7, 2021
Talið er að hinn 19 ára gamli Saka komi inn í liðið á vinstri vænginn í 4-2-3-1 leikkerfi. Ef Ornstein hefur rétt fyrir sér má reikna með að Jordan Pickford standi vaktina milli stanganna. Þar fyrir framan verða Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire og Luke Shaw.
Declan Rice og Kalvin Phillips verða áfram tveir saman á miðju liðsins með þá Saka, Mason Mount og Raheem Sterling á bakvið Harry Kane sem verður einn upp á topp.
Meiri óvissa er með byrjunarlið Danmerkur en það má þó fastlega reikna með því að liðið spili sitt hefðbundna 3-4-3 leikkerfi með Kasper Schmeichel í marki og þá Jannik Vestergaard, Simon Kjær og Andreas Christensen í þriggja manna varnarlínu.
Pierre-Emile Højbjerg og Thomas Delaney hafa verið saman á miðri miðjunni. Þeir Joakim Mæhle og Mikkel Damsgaard verða að öllum líkindum á vinstri vængnum en hverjir verða í hinum þremur stöðunum verður að koma í ljós.
England tekur á móti Danmörku í undanúrslitum EM klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.