Fjölnir verður fjórða liðið sem Sanja Orozovic leikur með hér á landi. Hún hefur nú þegar spilað fyrir Breiðablik, KR og Skallagrím. Fór hún með KR í bikarúrslit 2020 þar sem liðið beið lægri hlut gegn Skallagrím ásamt því að enda í 2. sæti deildarinnar eftir tap gegn Val í úrslitum.
Sanja hefur spilað 67 leiki hér á landi og skorað að meðaltali 17,2 stig í þeim ásamt því að taka 8,2 fráköst og gefa 3,3 stoðsendingar.
Ciani Cryor kemur frá Bandaríkjunum og á að fylla skarð Arieal Hearn hefur sem hefur spilað með Fjölni undanfarin tvö tímabil. Cryor lék síðast með Texas-háskólanum og skilaði 18,1 stigi að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,4 stoðsendingar og taka 4,9 fráköst á lokaári sínu í skólanum.