Uppnám í Áslandinu undir miðnætti þegar maður sást með skammbyssu Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2021 11:28 Eins og sjá má gekk mikið á í Áslandinu í Hafnarfirði undir miðnætti í gær en þá leitaði lögreglan vopnaðs manns sem sést hafði fara um vopnaður skammbyssu. Ekkert fannst þó og ekki liggur fyrir hvort um alvöru vopn var að ræða. Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem sagður var fara um hverfið vopnaður á vespu, eða litlu vélhjóli. Hún brást skjótt við og mætti sérsveitin til leiks og lokaði hverfinu. Þetta var undir miðnætti í gær og voru íbúar órólegir ekki síst vegna þess að sérsveitin hafði engan meintan óbótamann með sér af vettvangi. Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi fengið tilkynningu sem var frá krökkum, þá í gegnum foreldra, um að þar færi maður um vopnaður skammbyssu við Áslandsskóla. Sérsveitin lokaði hverfinu og leitaði byssumannsins. Haft var afskipti af tveimur piltum á vespum en annar þeirra var vopnaður kylfu og með hnúajárn; greinilega til í hvað sem var. „Þá verður til þetta viðbragð hjá okkur samkvæmt verklagsreglum. Við fórum um hverfið með sérsveit og höfðum afskipti af tveimur piltum á vespum. Niðurstaðan var að ekkert skotvopn fannst hvorki á þessum tveimur né nokkrum öðrum,“ segir Sævar. Ekkert skotvopn fannst en annar þeirra pilta var með kylfu og hnúajárn. „Greinilega til í hvað sem var. En ekkert skotvopn fannst og þannig endaði þetta. Ekkert víst að þeir hafi verið með skotvopn og kannski hefur það verið einhver allt annar.“ Sævar segir að vitaskuld bregðist lögreglan við þegar tilkynning sem þessi kemur en ekki er vitað hvort um var að ræða alvöru vopn, platvopn eða ekkert vopn. Enginn botn er kominn í þá athugun. Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þetta var undir miðnætti í gær og voru íbúar órólegir ekki síst vegna þess að sérsveitin hafði engan meintan óbótamann með sér af vettvangi. Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi fengið tilkynningu sem var frá krökkum, þá í gegnum foreldra, um að þar færi maður um vopnaður skammbyssu við Áslandsskóla. Sérsveitin lokaði hverfinu og leitaði byssumannsins. Haft var afskipti af tveimur piltum á vespum en annar þeirra var vopnaður kylfu og með hnúajárn; greinilega til í hvað sem var. „Þá verður til þetta viðbragð hjá okkur samkvæmt verklagsreglum. Við fórum um hverfið með sérsveit og höfðum afskipti af tveimur piltum á vespum. Niðurstaðan var að ekkert skotvopn fannst hvorki á þessum tveimur né nokkrum öðrum,“ segir Sævar. Ekkert skotvopn fannst en annar þeirra pilta var með kylfu og hnúajárn. „Greinilega til í hvað sem var. En ekkert skotvopn fannst og þannig endaði þetta. Ekkert víst að þeir hafi verið með skotvopn og kannski hefur það verið einhver allt annar.“ Sævar segir að vitaskuld bregðist lögreglan við þegar tilkynning sem þessi kemur en ekki er vitað hvort um var að ræða alvöru vopn, platvopn eða ekkert vopn. Enginn botn er kominn í þá athugun.
Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira