Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 13:34 Frá mótmælum í Havana á sunudaginn. AP/Eliana Aponte Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar. Kúba Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar.
Kúba Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira