Tillaga að skattleysi eldri borgara Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. júlí 2021 20:00 Á undanförnum áratugum, í reynd síðustu eina til tvær aldirnar, hefur farið fram margvísleg réttindabarátta, þar sem hinir ýmsu hópar þjóðfélagsins, sem minna hafa mátt sín, hafa reynt að sækja aukinn rétt, til valda og fjármuna, jafna rétt sinn við þá, sem sátu að meiri rétti fyrir; höfðu forréttindi. Lengst af voru völd og réttur í höndum karlmanna og það oft þeirra eldri, einkum ef þeir réðu fyrir fjármunum og/eða komu af ættum, sem höfðu í gegnum ár og aldir tryggt sína stöðu og forréttindi í þjóðfélaginu, oft mann fram af manni, voru þá iðulega aðalsmenn. Höfðu titilinn „Sir“ í Englandi og „Von“ í Þýzkalandi. Á seinni hluta nítjándu aldar, og sértaklega frá og með aldamótunum 1800/1900, fóru kvenskörungar og –leiðtogar í vaxandi mæli af stað með kröfugerð um, fyrst, rétt til að greiða atkvæði um hverjir skyldu fara með völdin og stjórna, og svo, eða jafnhliða, um það, að geta boðið sig fram til setu á þingi eða annarra álíka embætta. Eftir því, sem bezt verður séð, voru það Nýsjálendingar, sem fyrstir veittu konum það sem kallaðist „aktívur kosningaréttur“, rétturinn til að kjósa, 1893, en hinn „passívi kosningaréttur“, rétturinn til að vera í framboði, vera kosinn, mun fyrst hafa komið þar seinna, 1919. Á Norðurlöndum riðu Finnar á vaðið með fullan kosningarétt konum til handa 1906, Norðmenn komu 1913, Danir 1915 og við Íslendingar komum svo með óvenjulegan kosningarétt kvenna, líka 1915, en bara fyrir 40 ára og eldri. 1920 var þessi kosningaréttur kvenna hér færður niður í 25 ár. Bandaríkjamenn veittu konum fullan kosningarétt 1920, Englendingar 1928, Frakkar 1944, Ítalir 1946 og Svisslendingar fyrst 1971. (Skyldi það vera skýringin á, hversu vel Svisslendingum hefur vegnað?). Í millitíðinni hafa alls kyns hópar háð baráttu fyrir stöðu sinni og réttindum í þjóðfélaginu, og bar þar framan af hæst barátta hinsegin fólks fyrir sínum réttindum, mest um það, að samkynhneigð ákveðins hluta mannkyns sé eðlileg og hluti af náttúrulegum fjölbreytileika. Skv. því skuli samkynhneigðir hafa sama rétt til sinna hneigða og síns lífs og gagnkynhneigðir til sinna. Enginn skapar sig sjálfur, og virðist þessi jafnréttiskrafa vera sjálfgefin, þó að framganga hennar sé enn víða hæg. Margvísleg önnur réttindabarátta hefur verið í gangi síðustu ár og áratugi: Barátta kvenna fyrir meintum rétti sínum til fóstureyðinga (hér hefur réttur fóstursins reyndar dottið nokkuð upp fyrir, en það breytist í lifandi veru, mannveru, eftir 6-7 vikna meðgöngu, þegar hjartað byrjar að slá, þó að enn í móðurkviði sé), baráttan fyrir rétti til menntunar, launa og lífskjara, velferðar og öryggis, sjúkraþjónustu og nú kannske síðast fyrir rétti kvenna til að fá frið fyrir áleitni karla, nema ef eða þegar þær vilja og þeim hentar; METOO-byltingin. (Undirrituðum finnst reyndar, að hér hafi margur maðurinn - konur eru auðvitað líka menn - gengið full langt, það er stutt öfganna á milli, en, eins og mál horfa nú við, virðist kvennabósi vera orðinn að óyndismanni, ef ekki sakamanni, og er þá auðvitað ekki verið að verja ofbeldi af neinu tagi, heldur bara augnatillit, bros, ávarp og léttar snertingar. Mætti stundum halda, þegar þessi umræða er í gangi, að konur vildu helzt nú orðið, að sem flestir karlmenn væru hinsegin, svo að þær fengu sinn réttmæta frið. Spurning yrði þá auðvitað um framtíð mannkyns, en hvað varðar harðsvíraðar METOO-stúlkur um slíkt). Í harðri samkeppni um velferð og völd í þjóðfélaginu gildir oft í reynd einfalt lögmál frumskógarins: Þeir sterku verða ofan á og þeir veiku, þeir sem minna mega sín, verða undir. Þegar menn eldast og horfa upp á aldurinn, með öllu því, sem honum fylgir, færast yfir sjálfa sig, ættingja, vini og aðra samferðarmenn, opnast augun fyrir því, að ellin er all laskað lífsskeið fyrir mörgum eða flestum. Heilsa spillist oft, bæði andleg og líkamleg, þrek rýrnar, vilji og geta til áhrifa og valda fyrnist. Margur eldri borgarinn missir tök á lífi og velferð og þar með á möguleikanum til að tryggja sína afkomu og sitt öryggi. Á margan hátt verður staðan auðvitað verst, ef andleg heilsa og geta bila. Hvernig eiga menn þá að bjarga sér í gegnum þann brimgarð kvaða og skyldna, sem þjóðfélagið leggur þeim á herðar? Á síðustu árum hefur undirritaður horft upp á það, hvernig eldri borgarar hafa, hvað eftir annað, setið eftir, þegar þeim fjármunum, sem þjóðfélagið hefur til skiptanna, hefur verið útdeilt. Hér kemur auðvitað að því, sem áður var nefnt; réttur hins sterka. Yngri kynslóðir virðast jafnan hafa tilhneigingu til að skammta sér fyrst. Fatlaðir, sjúkir, aldnir koma svo oft aftar á merinni. Ef menn fara um stræti og torg þorpa og bæja, eða um sveitir landsins vítt og breitt, blasa við innviðir - margvísleg verk manna og mannvirki; vegir, brýr, hafnir, flugvellir, virkjanir, gróðursvæði og skógar, skólar, sjúkrahús og byggingamannvirki hvers konar - sem yngri kynslóðirnar, ráðandi kynslóðir, nota sér og nýta til síns lífs- og sinna athafna, velfarnaðar, öryggis, þæginda, gleði og farsældar. Að miklu leyti eru það eldri borgarar, kannske 65-70 ára og eldri, sem lögðu flesta þessa innviði af mörkum, gerðu yngri kynslóðunum fært, að njóta lífsins í þeim mæli, sem þeir gera, með löngu og miklu vinnuframlagi, útsjónarsemi og snjöllum úrræðum, svo og sínum skattagreiðslum, sem opinberir aðilar nýttu svo til reksturs, framkvæmda og uppbyggingar þjóðfélagsins. Mat undirritaðs er, að eldri borgarar, sem þá þegar eiga mjög undir högg að sækja með velferð sína, öryggi sitt og líf, hafi þá þegar jafnað skyldur sínar og skuld við samfélagið, eftir 50 ára vinnu- og skattaframlag, og, að tími sé til kominn, þegar menn verða 70 til 75 ára, að þeir fái frið fyrir fjárhagslegri kröfugerð og framlagi til samfélagsins. Eftir 50 ár sé nóg komið, ekki sízt, þegar margvíslegur annar vandi, sem aðeins getur aukizt, sækir að. Í nafni eldri borgara og með tillti til þess réttar, sem þeir hafa áunnið sér og eiga skilið, vil ég leggja fram þá tillögu, að með og frá 70 ára aldri lækki allir skattar og skyldur til þjóðfélagsins um 20% á ári, þannig, að, þegar 75 ára aldri er náð, verði skattaskyldur og skilaskyldur til þjóðfélagsins komnar niður á núll. Fyrir alla. Fjármagnstekjuskattur veri þó undanskilinn. Auðvitað snérist þetta mest um fjármuni, en líka um það, að auðvelda eldri borgurum lífið. Losa þá við framtalsskyldur og flækjur skattaskila. Gæfi þeim verðskuldaðan frið frá slíku. Ætla má, að allir eldri borgarar, sem vettlingi geta valdið, myndu nýta aukin fjárráð til eyðslu og neyzlu - flestir vita, að þeir fara ekki með neitt með sér yfrum - og myndi niðurfelling beinna skatta, á 75 ára og eldri, skila sér í aukinni neyzlu, sem um leið þýddi ákvena viðbótar grósku fyrir efnahagslífið og auknar skatta- og virðisaukaskattatekjur frá verzlun og þjónustu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum, í reynd síðustu eina til tvær aldirnar, hefur farið fram margvísleg réttindabarátta, þar sem hinir ýmsu hópar þjóðfélagsins, sem minna hafa mátt sín, hafa reynt að sækja aukinn rétt, til valda og fjármuna, jafna rétt sinn við þá, sem sátu að meiri rétti fyrir; höfðu forréttindi. Lengst af voru völd og réttur í höndum karlmanna og það oft þeirra eldri, einkum ef þeir réðu fyrir fjármunum og/eða komu af ættum, sem höfðu í gegnum ár og aldir tryggt sína stöðu og forréttindi í þjóðfélaginu, oft mann fram af manni, voru þá iðulega aðalsmenn. Höfðu titilinn „Sir“ í Englandi og „Von“ í Þýzkalandi. Á seinni hluta nítjándu aldar, og sértaklega frá og með aldamótunum 1800/1900, fóru kvenskörungar og –leiðtogar í vaxandi mæli af stað með kröfugerð um, fyrst, rétt til að greiða atkvæði um hverjir skyldu fara með völdin og stjórna, og svo, eða jafnhliða, um það, að geta boðið sig fram til setu á þingi eða annarra álíka embætta. Eftir því, sem bezt verður séð, voru það Nýsjálendingar, sem fyrstir veittu konum það sem kallaðist „aktívur kosningaréttur“, rétturinn til að kjósa, 1893, en hinn „passívi kosningaréttur“, rétturinn til að vera í framboði, vera kosinn, mun fyrst hafa komið þar seinna, 1919. Á Norðurlöndum riðu Finnar á vaðið með fullan kosningarétt konum til handa 1906, Norðmenn komu 1913, Danir 1915 og við Íslendingar komum svo með óvenjulegan kosningarétt kvenna, líka 1915, en bara fyrir 40 ára og eldri. 1920 var þessi kosningaréttur kvenna hér færður niður í 25 ár. Bandaríkjamenn veittu konum fullan kosningarétt 1920, Englendingar 1928, Frakkar 1944, Ítalir 1946 og Svisslendingar fyrst 1971. (Skyldi það vera skýringin á, hversu vel Svisslendingum hefur vegnað?). Í millitíðinni hafa alls kyns hópar háð baráttu fyrir stöðu sinni og réttindum í þjóðfélaginu, og bar þar framan af hæst barátta hinsegin fólks fyrir sínum réttindum, mest um það, að samkynhneigð ákveðins hluta mannkyns sé eðlileg og hluti af náttúrulegum fjölbreytileika. Skv. því skuli samkynhneigðir hafa sama rétt til sinna hneigða og síns lífs og gagnkynhneigðir til sinna. Enginn skapar sig sjálfur, og virðist þessi jafnréttiskrafa vera sjálfgefin, þó að framganga hennar sé enn víða hæg. Margvísleg önnur réttindabarátta hefur verið í gangi síðustu ár og áratugi: Barátta kvenna fyrir meintum rétti sínum til fóstureyðinga (hér hefur réttur fóstursins reyndar dottið nokkuð upp fyrir, en það breytist í lifandi veru, mannveru, eftir 6-7 vikna meðgöngu, þegar hjartað byrjar að slá, þó að enn í móðurkviði sé), baráttan fyrir rétti til menntunar, launa og lífskjara, velferðar og öryggis, sjúkraþjónustu og nú kannske síðast fyrir rétti kvenna til að fá frið fyrir áleitni karla, nema ef eða þegar þær vilja og þeim hentar; METOO-byltingin. (Undirrituðum finnst reyndar, að hér hafi margur maðurinn - konur eru auðvitað líka menn - gengið full langt, það er stutt öfganna á milli, en, eins og mál horfa nú við, virðist kvennabósi vera orðinn að óyndismanni, ef ekki sakamanni, og er þá auðvitað ekki verið að verja ofbeldi af neinu tagi, heldur bara augnatillit, bros, ávarp og léttar snertingar. Mætti stundum halda, þegar þessi umræða er í gangi, að konur vildu helzt nú orðið, að sem flestir karlmenn væru hinsegin, svo að þær fengu sinn réttmæta frið. Spurning yrði þá auðvitað um framtíð mannkyns, en hvað varðar harðsvíraðar METOO-stúlkur um slíkt). Í harðri samkeppni um velferð og völd í þjóðfélaginu gildir oft í reynd einfalt lögmál frumskógarins: Þeir sterku verða ofan á og þeir veiku, þeir sem minna mega sín, verða undir. Þegar menn eldast og horfa upp á aldurinn, með öllu því, sem honum fylgir, færast yfir sjálfa sig, ættingja, vini og aðra samferðarmenn, opnast augun fyrir því, að ellin er all laskað lífsskeið fyrir mörgum eða flestum. Heilsa spillist oft, bæði andleg og líkamleg, þrek rýrnar, vilji og geta til áhrifa og valda fyrnist. Margur eldri borgarinn missir tök á lífi og velferð og þar með á möguleikanum til að tryggja sína afkomu og sitt öryggi. Á margan hátt verður staðan auðvitað verst, ef andleg heilsa og geta bila. Hvernig eiga menn þá að bjarga sér í gegnum þann brimgarð kvaða og skyldna, sem þjóðfélagið leggur þeim á herðar? Á síðustu árum hefur undirritaður horft upp á það, hvernig eldri borgarar hafa, hvað eftir annað, setið eftir, þegar þeim fjármunum, sem þjóðfélagið hefur til skiptanna, hefur verið útdeilt. Hér kemur auðvitað að því, sem áður var nefnt; réttur hins sterka. Yngri kynslóðir virðast jafnan hafa tilhneigingu til að skammta sér fyrst. Fatlaðir, sjúkir, aldnir koma svo oft aftar á merinni. Ef menn fara um stræti og torg þorpa og bæja, eða um sveitir landsins vítt og breitt, blasa við innviðir - margvísleg verk manna og mannvirki; vegir, brýr, hafnir, flugvellir, virkjanir, gróðursvæði og skógar, skólar, sjúkrahús og byggingamannvirki hvers konar - sem yngri kynslóðirnar, ráðandi kynslóðir, nota sér og nýta til síns lífs- og sinna athafna, velfarnaðar, öryggis, þæginda, gleði og farsældar. Að miklu leyti eru það eldri borgarar, kannske 65-70 ára og eldri, sem lögðu flesta þessa innviði af mörkum, gerðu yngri kynslóðunum fært, að njóta lífsins í þeim mæli, sem þeir gera, með löngu og miklu vinnuframlagi, útsjónarsemi og snjöllum úrræðum, svo og sínum skattagreiðslum, sem opinberir aðilar nýttu svo til reksturs, framkvæmda og uppbyggingar þjóðfélagsins. Mat undirritaðs er, að eldri borgarar, sem þá þegar eiga mjög undir högg að sækja með velferð sína, öryggi sitt og líf, hafi þá þegar jafnað skyldur sínar og skuld við samfélagið, eftir 50 ára vinnu- og skattaframlag, og, að tími sé til kominn, þegar menn verða 70 til 75 ára, að þeir fái frið fyrir fjárhagslegri kröfugerð og framlagi til samfélagsins. Eftir 50 ár sé nóg komið, ekki sízt, þegar margvíslegur annar vandi, sem aðeins getur aukizt, sækir að. Í nafni eldri borgara og með tillti til þess réttar, sem þeir hafa áunnið sér og eiga skilið, vil ég leggja fram þá tillögu, að með og frá 70 ára aldri lækki allir skattar og skyldur til þjóðfélagsins um 20% á ári, þannig, að, þegar 75 ára aldri er náð, verði skattaskyldur og skilaskyldur til þjóðfélagsins komnar niður á núll. Fyrir alla. Fjármagnstekjuskattur veri þó undanskilinn. Auðvitað snérist þetta mest um fjármuni, en líka um það, að auðvelda eldri borgurum lífið. Losa þá við framtalsskyldur og flækjur skattaskila. Gæfi þeim verðskuldaðan frið frá slíku. Ætla má, að allir eldri borgarar, sem vettlingi geta valdið, myndu nýta aukin fjárráð til eyðslu og neyzlu - flestir vita, að þeir fara ekki með neitt með sér yfrum - og myndi niðurfelling beinna skatta, á 75 ára og eldri, skila sér í aukinni neyzlu, sem um leið þýddi ákvena viðbótar grósku fyrir efnahagslífið og auknar skatta- og virðisaukaskattatekjur frá verzlun og þjónustu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun