Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 07:30 Manuel Locatelli er eftirsóttur eftir að standa sig vel á EM. Alberto Lingria/Getty Images Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur. Hinn 23 ára gamli Locatelli byrjaði Evrópumótið í sumar vel og stóð sig almennt með prýði á mótinu en Ítalía stóð uppi sem sigurvegari eins og frægt er orðið. Locatelli skoraði tvö glæsileg mörk á mótinu, bæði í 3-0 sigri gegn Sviss. Alls kom hann við sögu í 5 af 7 leikjum liðsins. Juventus look to beat Arsenal to signing of Italy s Manuel Locatelli https://t.co/kyRlIKEfSc— The Guardian (@guardian) July 18, 2021 Locatelli spilar með Sassuolo á Ítalíu en er uppalinn hjá AC Milan. Samningur hans rennur út eftir tvö ár og því liggur félaginu ekkert á að selja. Sassuolo er þó tilbúið að leyfa leikmanninum að fara ef tilboð upp á 40 milljónir evra berst. Juventus er ekki tilbúið að eyða svo miklu eins og staðan er í dag. Vill það fá miðjumanninn á láni út næsta tímabil með ákvæði um að kaupa hann á 30 milljónir evra sumarið 2022. Arsenal ku vera tilbúið að borga uppsett verð en leikmaðurinn hallast að Juventus þar sem hann vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Lærisveinar Mikel Arteta enduðu í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því hvorki í Meistaradeildinni né annarri Evrópukeppni í vetur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Locatelli mun spila á næstu leiktíð en hann stóð sig einkar vel á EM í sumar og skoraði tvö glæsileg mörk. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Locatelli byrjaði Evrópumótið í sumar vel og stóð sig almennt með prýði á mótinu en Ítalía stóð uppi sem sigurvegari eins og frægt er orðið. Locatelli skoraði tvö glæsileg mörk á mótinu, bæði í 3-0 sigri gegn Sviss. Alls kom hann við sögu í 5 af 7 leikjum liðsins. Juventus look to beat Arsenal to signing of Italy s Manuel Locatelli https://t.co/kyRlIKEfSc— The Guardian (@guardian) July 18, 2021 Locatelli spilar með Sassuolo á Ítalíu en er uppalinn hjá AC Milan. Samningur hans rennur út eftir tvö ár og því liggur félaginu ekkert á að selja. Sassuolo er þó tilbúið að leyfa leikmanninum að fara ef tilboð upp á 40 milljónir evra berst. Juventus er ekki tilbúið að eyða svo miklu eins og staðan er í dag. Vill það fá miðjumanninn á láni út næsta tímabil með ákvæði um að kaupa hann á 30 milljónir evra sumarið 2022. Arsenal ku vera tilbúið að borga uppsett verð en leikmaðurinn hallast að Juventus þar sem hann vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Lærisveinar Mikel Arteta enduðu í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því hvorki í Meistaradeildinni né annarri Evrópukeppni í vetur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Locatelli mun spila á næstu leiktíð en hann stóð sig einkar vel á EM í sumar og skoraði tvö glæsileg mörk. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira