Annar stór dagur í sýnatöku Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2021 15:52 Svona var staðan við Suðurlandsbraut á þriðja tímanum í dag. Röðin gekk nokkuð hratt fyrir sig og þurfti fólk að bíða í rúman hálftíma eftir því að komast að. Vísir Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. Löng röð hefur myndast við húsnæði heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í dag líkt og síðustu daga. Fjöldi innanlandssýna hefur farið stigvaxandi samhliða aukningu í fjölda greindra smita. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að dagurinn hafi gengið vel fyrir sig þrátt fyrir mikið álag á starfsfólk. Mörg þeirra hafa ekki enn fengið tækifæri til að taka sér langþráð sumarleyfi. Staðan komi ekki á óvart „Við eigum alveg eftir þrjú korter og röðin er ansi löng,“ sagði hún í samtali við Vísi á fjórða tímanum í dag. „Við getum tekið ansi marga á þremur korterum.“ Hún bætir við að 1.700 til 1.800 hafi verið bókaðir í einkennasýnatöku og sóttkvíarskimun í dag en þá á eftir að taka skimun ferðamanna með inn í reikninginn. Heildartalan kemur ekki í ljós fyrr en síðar í dag. Aðspurð um það hvort þessi hraða aukning í fjölda smita og sýnatöku nú þegar stærsti hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur komi henni í opna skjöldu segir Ingibjörg svo ekki vera. „Þetta kom mér ekkert á óvart, ég var eiginlega bara að bíða eftir þessu. Við vinnum þetta bara áfram og byrjum aftur á því sem við þekkjum. Við erum alltaf að læra í leiðinni og vonandi náum við að stoppa bylgju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Löng röð hefur myndast við húsnæði heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í dag líkt og síðustu daga. Fjöldi innanlandssýna hefur farið stigvaxandi samhliða aukningu í fjölda greindra smita. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að dagurinn hafi gengið vel fyrir sig þrátt fyrir mikið álag á starfsfólk. Mörg þeirra hafa ekki enn fengið tækifæri til að taka sér langþráð sumarleyfi. Staðan komi ekki á óvart „Við eigum alveg eftir þrjú korter og röðin er ansi löng,“ sagði hún í samtali við Vísi á fjórða tímanum í dag. „Við getum tekið ansi marga á þremur korterum.“ Hún bætir við að 1.700 til 1.800 hafi verið bókaðir í einkennasýnatöku og sóttkvíarskimun í dag en þá á eftir að taka skimun ferðamanna með inn í reikninginn. Heildartalan kemur ekki í ljós fyrr en síðar í dag. Aðspurð um það hvort þessi hraða aukning í fjölda smita og sýnatöku nú þegar stærsti hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur komi henni í opna skjöldu segir Ingibjörg svo ekki vera. „Þetta kom mér ekkert á óvart, ég var eiginlega bara að bíða eftir þessu. Við vinnum þetta bara áfram og byrjum aftur á því sem við þekkjum. Við erum alltaf að læra í leiðinni og vonandi náum við að stoppa bylgju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira