Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2021 14:00 Guðmundur Ragnarsson, eigandi Laugaáss, segist hafa þurft að tryggja starfsmönnum áfallahjálp í mars í fyrra þegar öllu var skellt í lás. Vísir Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16
„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52