Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Snorri Másson skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu fótboltastúlkna á Rey Cup sem fram fer nú um helgina. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Þá verður rætt við Víði Reynisson sem segir að hver og einn smiti fleiri út frá sér en áður. Smit sé komið um allt land og finnist í öllum aldurshópum. Einnig fjölgar stöðugt í sýnatöku hjá heilsugæslunni og segist verkefnastjóri skimana ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fæst fleira fólk til starfa.

Enn fremur verður rætt við Þorstein Sæmundsson, þingmann Miðflokks, sem fær ekki sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar eftir niðurstöðu úr oddvitakjöri í gær. Hann segist vera keppnismaður að eðlisfari og ósáttur að vissu leyti. Þetta og margt fleira á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×