Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu, en Leiknismenn tóku á móti KA í Pepsi Max deild karla í gærkvöldi. Leikmaðurinn sem um ræðir tók ekki þátt í þeim leik.
Næsti leikur Leiknis á að fara fram á þriðjudaginn eftir rúma viku gegn Fylki í Árbænum.
Um helgina þurfti að fresta tveimur leikjum í Lengjudeild karla þar sem að smit greindust í leikmannahópum Víkinga frá Ólafsvík og Kórdrengja. Þá er einnig búið að fresta viðureign Fylkis og Vals í Pepsi Max deild kvenna sem átti að fara fram næsta miðvikudag vegna smits innan Fylkisliðsins.