Margir ætla að tjalda á Suðurlandi um helgina þar sem sólin skein í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2021 20:01 Styrkár, Urður og Baltasar voru ánægð að sjá sólina í dag. stöð2 Margir ætla að elta góða veðrið og tjalda á suðurlandi um Verslunarmannahelgina. Þar verður sólskin - en líka í höfuðborginni þar sem sjaldséð sólin skein í dag. Undanfarið hafa tjaldsvæði á Austurlandi og Norðausturlandi verið flest uppbókuð. Engan skal undra enda hefur veðrið þar verið með eindæmum gott. Samkvæmt upplýsingum frá tjalda.is er ljóst að margir ætla annað um verslunarmannahelgina. Fólk elti góða veðrið „Og við höfum verið að taka eftir því að í dag er suðurlandið málið og það er náttúrulega bara veðurspáin sem ýtir fólki þangað. Þannig það verður spennandi að sjá hvernig verslunarmannahelgin endar,“ sagði Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Computer Vision. „Inni á vedur.tjalda.is er hægt að sjá hvar besta veðrið er hverju sinni. Í dag er besta veðrið á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli og ef við skoðum verslunarmannahelgina þá sjáum við að besta veðrið er í Laugardal.“ Kortið uppfærist þó reglulega. „Miðað við öll gögn sem við höfum þá lítur allt út fyrir að verslunarmannahelgin verði stór hér á suðurlandi,“ sagði Ívar Freyr. Söknuðu sólarinnar Fréttastofa leit við í miðbænum í dag enda fréttnæmt að sól skíni í höfuðborginni. Útisvæði veitingastaða voru þétt setin í dag þar sem sólarþyrstir borgarbúar létu fara vel um sig. Nokkrir sem fréttastofa ræddi við tóku sér frí frá vinnu í dag vegna veðurs. Voruð þið búin að sakna sólarinnar? „Já, en nú er hún hér,“ sagði Urður, þriggja ára. Hvernig var að sjá sólina? „Gaman,“ sagði Baltasar Leó. Hvað er best að gera í sólinni? „Sólbað. Kannski fá sér ís líka,“ sagði Styrkár. Reykjavík Tjaldsvæði Tengdar fréttir Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri. 28. júlí 2021 11:05 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Undanfarið hafa tjaldsvæði á Austurlandi og Norðausturlandi verið flest uppbókuð. Engan skal undra enda hefur veðrið þar verið með eindæmum gott. Samkvæmt upplýsingum frá tjalda.is er ljóst að margir ætla annað um verslunarmannahelgina. Fólk elti góða veðrið „Og við höfum verið að taka eftir því að í dag er suðurlandið málið og það er náttúrulega bara veðurspáin sem ýtir fólki þangað. Þannig það verður spennandi að sjá hvernig verslunarmannahelgin endar,“ sagði Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Computer Vision. „Inni á vedur.tjalda.is er hægt að sjá hvar besta veðrið er hverju sinni. Í dag er besta veðrið á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli og ef við skoðum verslunarmannahelgina þá sjáum við að besta veðrið er í Laugardal.“ Kortið uppfærist þó reglulega. „Miðað við öll gögn sem við höfum þá lítur allt út fyrir að verslunarmannahelgin verði stór hér á suðurlandi,“ sagði Ívar Freyr. Söknuðu sólarinnar Fréttastofa leit við í miðbænum í dag enda fréttnæmt að sól skíni í höfuðborginni. Útisvæði veitingastaða voru þétt setin í dag þar sem sólarþyrstir borgarbúar létu fara vel um sig. Nokkrir sem fréttastofa ræddi við tóku sér frí frá vinnu í dag vegna veðurs. Voruð þið búin að sakna sólarinnar? „Já, en nú er hún hér,“ sagði Urður, þriggja ára. Hvernig var að sjá sólina? „Gaman,“ sagði Baltasar Leó. Hvað er best að gera í sólinni? „Sólbað. Kannski fá sér ís líka,“ sagði Styrkár.
Reykjavík Tjaldsvæði Tengdar fréttir Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri. 28. júlí 2021 11:05 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri. 28. júlí 2021 11:05