NBA deildin valdi látinn leikmann í nýliðavalinu í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 07:31 Cade Cunningham mætir með foreldrum sínum upp á svið eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu. AP/Corey Sipkin Bakvörðurinn Cade Cunningham var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Detroit Pistons tók hann númer eitt. Mjög sérstakt heiðursval vakti athygli. Cunningham, sem er 203 sentímetrar á hæð, kemur úr Oklahoma State háskólanum og var með 20,1 stig, 6,2 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á eina tímabili sínu í skólanum. Hann er mjög stór bakvörður og þykir mjög spennandi leikmaður. The top 10 picks of this year's NBA Draft pic.twitter.com/n5OdiuH1XB— ESPN (@espn) July 30, 2021 Það kom ekkert á óvart að Houston Rockets valdi skotbakvörðurinn Jalen Green númer tvö og að Cleveland Cavaliers tók stóra manninn Evan Mobley númer þrjú. Toronto Raptors valdi síðan kraftframherjann Scottie Barnes og Gonzaga bakvörðurinn Jalen Suggs fór til Orlando Magic en einhverjir höfðu séð hann fara fyrr. Golden State Warriors átti síðan tvo valrétt í fyrstu umferð en liðið tók framherjann Jonathan Kuminga frá Kongó númer sex og skotbakvörðinn Moses Moody númer fjórtán. "This is crazy. ... I'm about to go save that."@CadeCunningham_ gets a first look at himself in a Pistons jersey (via @OmarESPN) pic.twitter.com/EdpegWcjjo— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 NBA deildin heiðraði Terrence Clarke heitinn í nótt og valdi hann í deildina. Hann var mjög efnilegur leikmaður hjá Kentucky Wildcats liðinu en lést í bílsysi fyrr á þessu ári. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, gerði hlé á nýliðavalinu og bauð móður, systur og bróður Terrence upp á svið. Hann fékk því þá viðurkenningu sem hann hefði án efa fengið ef hann hefði lifað. On what would ve been his draft night, the NBA pays tribute to Kentucky's Terrence Clarke by making him an honorary draftee pic.twitter.com/i3BOvzIlTi— ESPN (@espn) July 30, 2021 NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Cunningham, sem er 203 sentímetrar á hæð, kemur úr Oklahoma State háskólanum og var með 20,1 stig, 6,2 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á eina tímabili sínu í skólanum. Hann er mjög stór bakvörður og þykir mjög spennandi leikmaður. The top 10 picks of this year's NBA Draft pic.twitter.com/n5OdiuH1XB— ESPN (@espn) July 30, 2021 Það kom ekkert á óvart að Houston Rockets valdi skotbakvörðurinn Jalen Green númer tvö og að Cleveland Cavaliers tók stóra manninn Evan Mobley númer þrjú. Toronto Raptors valdi síðan kraftframherjann Scottie Barnes og Gonzaga bakvörðurinn Jalen Suggs fór til Orlando Magic en einhverjir höfðu séð hann fara fyrr. Golden State Warriors átti síðan tvo valrétt í fyrstu umferð en liðið tók framherjann Jonathan Kuminga frá Kongó númer sex og skotbakvörðinn Moses Moody númer fjórtán. "This is crazy. ... I'm about to go save that."@CadeCunningham_ gets a first look at himself in a Pistons jersey (via @OmarESPN) pic.twitter.com/EdpegWcjjo— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 NBA deildin heiðraði Terrence Clarke heitinn í nótt og valdi hann í deildina. Hann var mjög efnilegur leikmaður hjá Kentucky Wildcats liðinu en lést í bílsysi fyrr á þessu ári. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, gerði hlé á nýliðavalinu og bauð móður, systur og bróður Terrence upp á svið. Hann fékk því þá viðurkenningu sem hann hefði án efa fengið ef hann hefði lifað. On what would ve been his draft night, the NBA pays tribute to Kentucky's Terrence Clarke by making him an honorary draftee pic.twitter.com/i3BOvzIlTi— ESPN (@espn) July 30, 2021
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira