Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Karsten Warholm fagnar sigri og heimsmetinu í nótt með því að rífa treyjuna sína. AP/David J. Phillip Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Warholm var að bæta sitt eigið heimsmet og það um 76 hundraðshluta. Hann kom í mark á 45,94 sekúndum en gamla metið var hlaup upp á 46.70 sekúndum síðan í Osló í byrjun júlí síðastliðnum. Karsten Warholm take a bow!The #NOR athlete is Olympic champion after smashing his own World Record with a time of 45.94s in the men's 400m hurdles!@WorldAthletics #Athletics @idrett pic.twitter.com/3i2hhac7w5— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin fékk silfrið en hann hljóp einnig undir gamla heimsmetinu eða á 46,17 sekúndum. Alison dos Santos frá Brasilíu fékk brons. Warholm var mjög sáttur í lok hlaupsins að hann reif treyjuna sína en svo var eins og hann tryði því ekki að hafa komist undir 46 sekúndurnar. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Karsten Warholm. The faces of PURE AMAZEMENT Karsten Warholm demolishes his own world record to claim gold in the 400m hurdles final! pic.twitter.com/uXeskHnL3V— ESPN (@espn) August 3, 2021 Það tók menn til ársins 1948 að komast undir 46 sekúndurnar í 400 metra hlaupi án grindanna en heimsmetið í 400 metra hlaupi er 43,03 sekúndur. Það er aðeins 2,91 fljótara en hjá Warholm sem fór í gegnum tíu grindur á leið sinni. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins,“ sagði Warholm. #GER's Malaika Mihambo is Olympic champion!A huge jump of 7.00m earns her the gold medal in the women's long jump - Germany's first athletics gold of #Tokyo2020!@WorldAthletics #Athletics @TeamD pic.twitter.com/vXkvQ0UvA2— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Hin þýska Malaika Mihambo vann langstökkið með stökki upp á 7,00 metra í sinni lokatilraun. Brittney Reese frá Bandaríkjunum fékk því silfur á öðrum leikunum í röð en henni tókst ekki að svara Mihambo í sínu lokastökki. Ese Brume frá Nígeríu stökk jafnlangt og Reese en varð að sætt sig við brons þar sem sú bandaríska stökk lengra í sínu næstsíðasta stökki. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Warholm var að bæta sitt eigið heimsmet og það um 76 hundraðshluta. Hann kom í mark á 45,94 sekúndum en gamla metið var hlaup upp á 46.70 sekúndum síðan í Osló í byrjun júlí síðastliðnum. Karsten Warholm take a bow!The #NOR athlete is Olympic champion after smashing his own World Record with a time of 45.94s in the men's 400m hurdles!@WorldAthletics #Athletics @idrett pic.twitter.com/3i2hhac7w5— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin fékk silfrið en hann hljóp einnig undir gamla heimsmetinu eða á 46,17 sekúndum. Alison dos Santos frá Brasilíu fékk brons. Warholm var mjög sáttur í lok hlaupsins að hann reif treyjuna sína en svo var eins og hann tryði því ekki að hafa komist undir 46 sekúndurnar. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Karsten Warholm. The faces of PURE AMAZEMENT Karsten Warholm demolishes his own world record to claim gold in the 400m hurdles final! pic.twitter.com/uXeskHnL3V— ESPN (@espn) August 3, 2021 Það tók menn til ársins 1948 að komast undir 46 sekúndurnar í 400 metra hlaupi án grindanna en heimsmetið í 400 metra hlaupi er 43,03 sekúndur. Það er aðeins 2,91 fljótara en hjá Warholm sem fór í gegnum tíu grindur á leið sinni. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins,“ sagði Warholm. #GER's Malaika Mihambo is Olympic champion!A huge jump of 7.00m earns her the gold medal in the women's long jump - Germany's first athletics gold of #Tokyo2020!@WorldAthletics #Athletics @TeamD pic.twitter.com/vXkvQ0UvA2— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Hin þýska Malaika Mihambo vann langstökkið með stökki upp á 7,00 metra í sinni lokatilraun. Brittney Reese frá Bandaríkjunum fékk því silfur á öðrum leikunum í röð en henni tókst ekki að svara Mihambo í sínu lokastökki. Ese Brume frá Nígeríu stökk jafnlangt og Reese en varð að sætt sig við brons þar sem sú bandaríska stökk lengra í sínu næstsíðasta stökki.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira