Simone Biles kom sterk til baka og komst á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 09:43 Simone Biles var mjög fegin eftir að hún kláraði æfingarnar sínar. AP/Natacha Pisarenko Bandaríska fimleikakonan Simone Biles brosti sínu breiðasta eftir æfingu sína og síðan enn meira eftir að hún hafði tryggt sér bronsverðlaun í úrslitum á jafnvægisslá í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira