Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Bílveltan átti sér stað á Reykjanesbraut, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu alvarleg meiðsli þeirra sem fluttir voru á slysadeild eru.
Fréttastofu hafa borist ábendingar um að nokkur viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs hafi verið á slysstað og að nokkrar umferðartafir hafi orðið á Reykjanesbrautinni.