Guðni segir stöðuna vonbrigði en hvetur landsmenn til þess að fara ekki á taugum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við bólusetningu í Laugardalshöll. vísir/Vilhelm Forsti Íslands segir stöðu faraldursins og fjölgun smita vera vonbrigði enda hafi hann ekki vænst þess eftir bólusetningar. Hann hvetur þó landsmenn til þess að fara ekki á taugum, missa ekki móðinn og sýna náungakærleik. „Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
„Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira