Undanfarnir dagar hafa verið lyginni líkastir en eftir að hafa viljað yfirgefa félagið fyrir ári þá hafði Messi skipt um skoðun og vildi vera áfram í herbúðum Börsunga. Samningurinn var tilbúinn og átti aðeins eftir að setja blek á blað til að staðfesta áframhaldandi veru argentíska snillingsins í Katalóníu.
Allt kom fyrir ekki.
Ástæðan er sú að regluverk La Liga bíður einfaldlega ekki upp á að Messi taki á sig nægilega stóra launalækkun til að félagið geti haldið honum.
It would have been legally impossible for Lionel Messi to play for free at Barcelona. Any new contract is, by Spanish law, required to be a minimum of 50 percent of previous wage (this is in place to avoid financial manipulation). https://t.co/annqTuQlCF
— Colin Millar (@Millar_Colin) August 8, 2021
Joan Laporta, forseti félagsins, ræddi málið á blaðamannafundinum er tilkynnt var að Messi yrði ekki áfram eins og Vísir greindi frá.
„Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta.“
Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Samkvæmt Laporta var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins fyrir brotthvarf Messi en sé í dag 95 prósent.
Just to clear something up about Messi playing for free (he shouldn t have to). Barca s wage to revenue ratio is currently at around 115%. Even without Messi s wages, it s still 95%. La Liga s salary cap is set at 70%. So even if Messi played for free,Barca couldn t register him.
— Raj Chohan (@rajsinghchohan) August 8, 2021
„Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur. Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“
sagði Laporta einnig um brotthvarf eins albesta knattspyrnumanns sögunnar.
Þó Barcelona hafi unnið Juventus 3-0 í vináttuleik í gærkvöld eru enn margar spurningar sem á eftir að svara fyrir komandi tímabil. Félagið hefur til að mynda ekki enn náð að skrá nýja leikmenn í hóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem regluverk La Liga hindrar það vegna skuldastöðu félagsins.
Það verður því að koma í ljós hvort Eric Garcia, Memphis Depay og Sergio Agüero verði í leikmannahóp Barcelona er liðið fær Real Sociedad í heimsókn þann 15. ágúst í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.