Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 20:04 Jóhann er formaður Landsflokksins, sem stofnaður var fyrr á þessu ári. Aðsend Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga. RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar. Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira