Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 20:04 Jóhann er formaður Landsflokksins, sem stofnaður var fyrr á þessu ári. Aðsend Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga. RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar. Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira