„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 10:35 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð. „Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira