Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Kabylie-hérað er erfitt yfirferðar. AP/Fateh Guidoum Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. Tugir gróðurelda loga víðsvegar um norðurhluta Alsírs og hafa gert í vikunni. Kamel Beldjoud, innanríkisráðherra, hefur sakað brennuvarga um að kveikja eldana. Samkvæmt frétt Reuters færði hann þó engar sannanir fyrir þeim ásökunum. „Einungis glæpamenn geta borið ábyrgð á því að fimmtíu eldar kvikna samstundis á nokkrum stöðum,“ sagði Beldjoud. France24 segir þrjá menn hafa verið handtekna vegna gruns um að þeir hafi kveikt elda. Reuters segir hermennina hafa dáið á mismunandi stöðum. Einhverjir hafi til dæmis verið við slökkvistörf og aðrir dóu eftir að þeir lokuðust inni vegna eldsins, sem farið hefur hratt yfir. Þá segir varnarmálaráðuneyti landsins að fleiri hermenn hafi brunnið illa. Hermennirnir sem dóu eru sagðir hafa bjargað um 110 manns frá því að verða eldinum að bráð. Eldarnir hafa farið yfir minnst tólf þorp í Alsír. Mörg þeirra nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kabylie-héraðs.AP/Fateh Guidoum Ayman Benabderrahmane, forsætisráðherra, hefur kallað eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Þá sé verið að leita leiða til að útvega flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á eldana. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir minnst tólf þorp í landinu. Í Kabylie er mikið fjalllendi og eru þar fjölmörg einangruð þorp sem hafa takmarkaðan aðgang að vatni. Flest dauðsföllin sem staðfest eru hafa átt sér stað nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kaybylie. Gróðureldar loga víðsvegar um heim þessa dagana. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Síberíu, Grikklandi og Tyrklandi. Alsír Náttúruhamfarir Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Tugir gróðurelda loga víðsvegar um norðurhluta Alsírs og hafa gert í vikunni. Kamel Beldjoud, innanríkisráðherra, hefur sakað brennuvarga um að kveikja eldana. Samkvæmt frétt Reuters færði hann þó engar sannanir fyrir þeim ásökunum. „Einungis glæpamenn geta borið ábyrgð á því að fimmtíu eldar kvikna samstundis á nokkrum stöðum,“ sagði Beldjoud. France24 segir þrjá menn hafa verið handtekna vegna gruns um að þeir hafi kveikt elda. Reuters segir hermennina hafa dáið á mismunandi stöðum. Einhverjir hafi til dæmis verið við slökkvistörf og aðrir dóu eftir að þeir lokuðust inni vegna eldsins, sem farið hefur hratt yfir. Þá segir varnarmálaráðuneyti landsins að fleiri hermenn hafi brunnið illa. Hermennirnir sem dóu eru sagðir hafa bjargað um 110 manns frá því að verða eldinum að bráð. Eldarnir hafa farið yfir minnst tólf þorp í Alsír. Mörg þeirra nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kabylie-héraðs.AP/Fateh Guidoum Ayman Benabderrahmane, forsætisráðherra, hefur kallað eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Þá sé verið að leita leiða til að útvega flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á eldana. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir minnst tólf þorp í landinu. Í Kabylie er mikið fjalllendi og eru þar fjölmörg einangruð þorp sem hafa takmarkaðan aðgang að vatni. Flest dauðsföllin sem staðfest eru hafa átt sér stað nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kaybylie. Gróðureldar loga víðsvegar um heim þessa dagana. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Síberíu, Grikklandi og Tyrklandi.
Alsír Náttúruhamfarir Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira