Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 13:15 Teiknuð mynd af geimfara í xEMU geimbúningi á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021 Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira