Umfjöllun: Aberdeen - Breiðablik 2-1 | Blikar úr leik eftir tap í Skotlandi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 20:45 Ryan Hedges skoraði seinna mark Aberdeen gegn Breiðablik í kvöld. Scott Baxter/Getty Images Breiðablik er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Aberdeen á útivelli í kvöld. Skotarnir vinna einvígið samanlagt 5-3 og fara áfram í umspilsleiki um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri hálfleikur byrjaði rólega. Skotarnir biðu átekta og leyfðu Blikum að senda boltann sín á milli. Það gerðu leikmenn Breiðabliks ágætlega og áttu nokkrar ágætar rispur án þess þó að skapa sér eitthvað færi. Fyrsta færið kom hins vegar á 32.mínútu. Jason Daði Svanþórsson fékk þá boltann á vallarhelmingi Aberdeen. Hann renndi boltanum á Viktor Karl Einarsson sem var við það að sleppa í gegn. Viktor Karl renndi boltanum til Árna Vilhjálmssonar, fékk boltann aftur en varnarmaður Aberdeen náði að trufla hann það mikið að skot hans af markteig fór framhjá. Eftir þetta fengu Skotarnir nokkur færi til að skora áður en flautað var til leikhlés. Anton Ari Einarsson var hins vegar vel á verði í marki Breiðabliks og varði glæsilega í þrígang. Síðari hálfleikur byrjaði hræðilega fyrir Blika. Damir Muminovic gerði sig þá sekan um slæm mistök þegar hann náði ekki að skýla boltanum nógu vel þegar hann ætlaði að láta hann rúlla afturfyrir endamörk. Varamaðurinn Funsi Ojo nýtti sér það, komst í boltann og renndi honum á Ryan Hedges sem skoraði. Rúmum tíu mínútum síðar tókst Blikum hins vegar að jafna. Viktor Karl fann þá Gísla Eyjólfsson við vítateiginn sem smellti boltanum innanfótar í hornið fjær. Staðan orðin 1-1 og allt galopið í einvíginu. Skömmu síðar fengu Blikar tvö færi til að komast yfir og jafna metin samanlagt. Fyrst Jason Daði en Joe Lewis í marki Aberdeen varði með góðu úthlaupi, frákastið barst á Árna sem skaut yfir úr teignum. Þetta átti eftir að reynast Blikum dýrkeypt. Á 70.mínútu komst Aberdeen yfir á ný þegar Ryan Hedges skoraði sitt annað mark. Staðan þá orðin 5-3 samanlagt í einvíginu. Það sem eftir lifði leiks var lítið um opin færi. Bæði lið gerðu töluvert af skiptingum og takturinn fór aðeins úr leiknum. Aberdeen fagnaði að lokum 2-1 sigri og áframhaldi í Sambandsdeild UEFA. Af hverju vann Aberdeen? Blikarnir áttu í fullu tré við Skotana allan tímann. Ódýrt fyrsta mark kom heimamönnum hins vegar á bragðið og það var alltaf erfitt fyrir Blikana að þurfa að skora tvö mörk. Þeir gerðu vel í að jafna en þegar Aberdeen komst í 2-1 var staðan vonlítil. Skotarnir fengu fleiri opin færi í kvöld og sigur þeirra nokkuð sanngjarn. Blikarnir gerðu þó margt vel, sköpuðu sér einnig færi og það hefði verið áhugavert að sjá lokakaflann ef Blikarnir hefðu bara þurft eitt mark til að jafna einvígið. Þessir stóðu upp úr: Anton Ari Einarsson var góður í marki Blika og varði frábærlega í nokkur skipti. Jason Daði Svanþórsson er orðinn einn af lykilmönnum Blikaliðsins en það er ofboðslega gaman að horfa á þennan unga Mosfelling spila fótbolta. Hann gerði það vel í kvöld. Gísli Eyjólfsson átti ágætar rispur og skoraði gott mark. Heilt yfir komst Blikaliðið ágætlega frá sínu í kvöld. Hvað gekk illa? Fyrsta mark Aberdeen var ódýrt og Damir nagar sig eflaust í handarbökin fyrir mistökin sem hann gerði þá. Að öðru leyti átti hann þó góðan leik. Í upphafi þegar Aberdeen lá frekar aftarlega vantaði aðeins upp á sendingar hjá Blikum til að koma sér í hættulegar stöður. Hvað gerist næst? Blikar eru úr leik í Sambandsdeildinni þetta tímabilið en halda að sjálfsögðu áfram að berjast í Pepsi Max-deildinni. Aberdeen er hins vegar komið í umspilsleiki um sæti í riðlakeppninni. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Blikar flugu í sérmerktri einkaflugvél til Skotlands Breiðablik mætir skoska liðinu Abredeen annað kvöld í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar. Aberdeen vann fyrri leikinn 3-2 á Íslandi en Blikar sýndu þá að þeir eru ekki slakara liðið. 11. ágúst 2021 14:30 Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. 5. ágúst 2021 21:28 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Aberdeen 2-3 | Blikar hafa verk að vinna Breiðablik tók á móti Aberdeen á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 3-2 sigur Aberdeen og þeir fara því með eins marks forskot í seinni leik liðaanna að viku liðinni. 5. ágúst 2021 22:01
Breiðablik er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Aberdeen á útivelli í kvöld. Skotarnir vinna einvígið samanlagt 5-3 og fara áfram í umspilsleiki um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri hálfleikur byrjaði rólega. Skotarnir biðu átekta og leyfðu Blikum að senda boltann sín á milli. Það gerðu leikmenn Breiðabliks ágætlega og áttu nokkrar ágætar rispur án þess þó að skapa sér eitthvað færi. Fyrsta færið kom hins vegar á 32.mínútu. Jason Daði Svanþórsson fékk þá boltann á vallarhelmingi Aberdeen. Hann renndi boltanum á Viktor Karl Einarsson sem var við það að sleppa í gegn. Viktor Karl renndi boltanum til Árna Vilhjálmssonar, fékk boltann aftur en varnarmaður Aberdeen náði að trufla hann það mikið að skot hans af markteig fór framhjá. Eftir þetta fengu Skotarnir nokkur færi til að skora áður en flautað var til leikhlés. Anton Ari Einarsson var hins vegar vel á verði í marki Breiðabliks og varði glæsilega í þrígang. Síðari hálfleikur byrjaði hræðilega fyrir Blika. Damir Muminovic gerði sig þá sekan um slæm mistök þegar hann náði ekki að skýla boltanum nógu vel þegar hann ætlaði að láta hann rúlla afturfyrir endamörk. Varamaðurinn Funsi Ojo nýtti sér það, komst í boltann og renndi honum á Ryan Hedges sem skoraði. Rúmum tíu mínútum síðar tókst Blikum hins vegar að jafna. Viktor Karl fann þá Gísla Eyjólfsson við vítateiginn sem smellti boltanum innanfótar í hornið fjær. Staðan orðin 1-1 og allt galopið í einvíginu. Skömmu síðar fengu Blikar tvö færi til að komast yfir og jafna metin samanlagt. Fyrst Jason Daði en Joe Lewis í marki Aberdeen varði með góðu úthlaupi, frákastið barst á Árna sem skaut yfir úr teignum. Þetta átti eftir að reynast Blikum dýrkeypt. Á 70.mínútu komst Aberdeen yfir á ný þegar Ryan Hedges skoraði sitt annað mark. Staðan þá orðin 5-3 samanlagt í einvíginu. Það sem eftir lifði leiks var lítið um opin færi. Bæði lið gerðu töluvert af skiptingum og takturinn fór aðeins úr leiknum. Aberdeen fagnaði að lokum 2-1 sigri og áframhaldi í Sambandsdeild UEFA. Af hverju vann Aberdeen? Blikarnir áttu í fullu tré við Skotana allan tímann. Ódýrt fyrsta mark kom heimamönnum hins vegar á bragðið og það var alltaf erfitt fyrir Blikana að þurfa að skora tvö mörk. Þeir gerðu vel í að jafna en þegar Aberdeen komst í 2-1 var staðan vonlítil. Skotarnir fengu fleiri opin færi í kvöld og sigur þeirra nokkuð sanngjarn. Blikarnir gerðu þó margt vel, sköpuðu sér einnig færi og það hefði verið áhugavert að sjá lokakaflann ef Blikarnir hefðu bara þurft eitt mark til að jafna einvígið. Þessir stóðu upp úr: Anton Ari Einarsson var góður í marki Blika og varði frábærlega í nokkur skipti. Jason Daði Svanþórsson er orðinn einn af lykilmönnum Blikaliðsins en það er ofboðslega gaman að horfa á þennan unga Mosfelling spila fótbolta. Hann gerði það vel í kvöld. Gísli Eyjólfsson átti ágætar rispur og skoraði gott mark. Heilt yfir komst Blikaliðið ágætlega frá sínu í kvöld. Hvað gekk illa? Fyrsta mark Aberdeen var ódýrt og Damir nagar sig eflaust í handarbökin fyrir mistökin sem hann gerði þá. Að öðru leyti átti hann þó góðan leik. Í upphafi þegar Aberdeen lá frekar aftarlega vantaði aðeins upp á sendingar hjá Blikum til að koma sér í hættulegar stöður. Hvað gerist næst? Blikar eru úr leik í Sambandsdeildinni þetta tímabilið en halda að sjálfsögðu áfram að berjast í Pepsi Max-deildinni. Aberdeen er hins vegar komið í umspilsleiki um sæti í riðlakeppninni.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Blikar flugu í sérmerktri einkaflugvél til Skotlands Breiðablik mætir skoska liðinu Abredeen annað kvöld í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar. Aberdeen vann fyrri leikinn 3-2 á Íslandi en Blikar sýndu þá að þeir eru ekki slakara liðið. 11. ágúst 2021 14:30 Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. 5. ágúst 2021 21:28 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Aberdeen 2-3 | Blikar hafa verk að vinna Breiðablik tók á móti Aberdeen á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 3-2 sigur Aberdeen og þeir fara því með eins marks forskot í seinni leik liðaanna að viku liðinni. 5. ágúst 2021 22:01
Blikar flugu í sérmerktri einkaflugvél til Skotlands Breiðablik mætir skoska liðinu Abredeen annað kvöld í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar. Aberdeen vann fyrri leikinn 3-2 á Íslandi en Blikar sýndu þá að þeir eru ekki slakara liðið. 11. ágúst 2021 14:30
Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. 5. ágúst 2021 21:28
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Aberdeen 2-3 | Blikar hafa verk að vinna Breiðablik tók á móti Aberdeen á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 3-2 sigur Aberdeen og þeir fara því með eins marks forskot í seinni leik liðaanna að viku liðinni. 5. ágúst 2021 22:01
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti