Gríska undrið fékk kveðju frá átrúnargoðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2021 09:00 Giannis ætlaði sér ekki alltaf að verða körfuboltamaður. Jonathan Daniel/Getty Images Giannis Antetokounmpo, gríska undrið, varð í vor meistari í NBA-deildinni í körfubolta með liði sínu Milwaukee Bucks. Hann vildi þó á sínum tíma alltaf verða atvinnumaður í fótbolta en faðir hans spilaði fótbolta þegar Giannis var ungur. Giannis kemur frá Grikklandi en foreldrar hans flúðu þangað á sínum tíma frá Nígeríu. Hann hafði lítinn áhuga á körfubolta þangað til á táningsárunum og þá fóru hjólin að snúast. Hann kom inn í NBA-deildina árið 2013 og varð nú í vor loksins meistari með Milwaukee Bucks ásamt því að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita einvígisins. Hann fékk nýverið skilaboð frá átrúnargoði sínu, fyrrverandi knattspyrnumanninum Thierry Henry sem er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann varð á sínum tíma heims- og Evrópumeistari með Frakklandi ásamt því að vinna fjölda titla með Arsenal og Barcelona. Henry sendi Giannis skemmtilega kveðju þar sem hann hrósaði Grikkjanum fyrir árangur sinn og að hafa loksins náð markmiðum sínum, að verða meistari. „Ég man eftir því þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að vera meistari einn daginn og þú myndir gera allt sem í valdi þínu stæði til að verða meistari. Nú hefur loksins náð því, ég er viss um að þú vitir nú að það er ekki hvernig þú dettur heldur hvernig þú stendur upp. Þú hefur gert það fyrir borgina þína, liðið þitt og sjálfan þig. Þeir reyndu að halda þér niðri en þú hlustaðir ekki á hávaðann og tókst að koma með titilinn, loksins, aftur til Milwaukee. Njóttu vel og sjáumst við tækifæri meistari,“ sagði Henry í kveðju sinni. We surprised @Giannis_An34 with a special congratulatory message from his childhood idol, @Arsenal legend, Thierry Henry: pic.twitter.com/HPOKJwBTkX— Milwaukee Bucks (@Bucks) August 12, 2021 „Þetta er brjálað maður. Ég vildi vera eins og hann þegar ég var yngri, því pabbi minn var að spila fótbolta. Svo varð ég ástfanginn af körfubolta. Að fá skilaboð frá honum er samt frábært. Að fá svona skilaboð frá goðsögn, það er stórt.“ „Thierry, þakka þér kærlega fyrir ef þú sérð þetta myndband,“ sagði Giannis að lokum. Thierry Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir farsælan feril sem leikmaður.EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Körfubolti Fótbolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Giannis kemur frá Grikklandi en foreldrar hans flúðu þangað á sínum tíma frá Nígeríu. Hann hafði lítinn áhuga á körfubolta þangað til á táningsárunum og þá fóru hjólin að snúast. Hann kom inn í NBA-deildina árið 2013 og varð nú í vor loksins meistari með Milwaukee Bucks ásamt því að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita einvígisins. Hann fékk nýverið skilaboð frá átrúnargoði sínu, fyrrverandi knattspyrnumanninum Thierry Henry sem er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann varð á sínum tíma heims- og Evrópumeistari með Frakklandi ásamt því að vinna fjölda titla með Arsenal og Barcelona. Henry sendi Giannis skemmtilega kveðju þar sem hann hrósaði Grikkjanum fyrir árangur sinn og að hafa loksins náð markmiðum sínum, að verða meistari. „Ég man eftir því þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að vera meistari einn daginn og þú myndir gera allt sem í valdi þínu stæði til að verða meistari. Nú hefur loksins náð því, ég er viss um að þú vitir nú að það er ekki hvernig þú dettur heldur hvernig þú stendur upp. Þú hefur gert það fyrir borgina þína, liðið þitt og sjálfan þig. Þeir reyndu að halda þér niðri en þú hlustaðir ekki á hávaðann og tókst að koma með titilinn, loksins, aftur til Milwaukee. Njóttu vel og sjáumst við tækifæri meistari,“ sagði Henry í kveðju sinni. We surprised @Giannis_An34 with a special congratulatory message from his childhood idol, @Arsenal legend, Thierry Henry: pic.twitter.com/HPOKJwBTkX— Milwaukee Bucks (@Bucks) August 12, 2021 „Þetta er brjálað maður. Ég vildi vera eins og hann þegar ég var yngri, því pabbi minn var að spila fótbolta. Svo varð ég ástfanginn af körfubolta. Að fá skilaboð frá honum er samt frábært. Að fá svona skilaboð frá goðsögn, það er stórt.“ „Thierry, þakka þér kærlega fyrir ef þú sérð þetta myndband,“ sagði Giannis að lokum. Thierry Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir farsælan feril sem leikmaður.EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER
Körfubolti Fótbolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira