Við ræðum við utanríkisráðherra vegna stöðunnar í Afganistan. Boðað var til neyðarfundar meðal aðildarríkja Nato í dag vegna ástandsins en Talíbanar eru í stórsókn í landinu og hafa tekið yfir stórar borgir.
Þá kynnum við okkur ný bílastæðagjöld í miðborg Reykjavíkur en íbúar þurfa að greiða 30 þúsund krónur í stað 8.000 eftir hækkunina.
Við fjöllum einnig um málefni Britney Spears og ræðum við Pál Bergþórsson sem fagnar 98 ára afmæli í dag.