Hátt í fjögur hundruð börn í sóttkví eftir vikuna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. ágúst 2021 15:32 Að minnsta kosti þrjú hundruð börn sitja nú heima í sóttkví eftir vikuna. Vísir/Vilhelm Hátt í fjögur hundruð börn hafa verið send í sóttkví í þessari viku vegna leikskóla- eða frístundastarfs. Flestir leikskólar eru nýteknir til starfa á ný eftir sumarfrí. Grunnskólar hefja göngu sína á næstu dögum og má því ætla að enn fleiri börn eigi eftir að lenda í sóttkví á næstu vikum. Smit kom nýlega upp hjá starfsmanni frístundaheimilisins Frostheima í Vesturbæ. Dóróthea Ævarsdóttir, forstöðumaður Frostheima segist hafa fengið fregnir af smitinu í gær og var tilkynning send á alla foreldra í kjölfarið. Um fimmtíu börn sem höfðu verið á vikulöngu leikjanámskeiði í Frostheimum eru nú komin í sóttkví. Börnin eru níu og tíu ára gömul. Þá greindist starfsmaður leikskólans Holts í Breiðholti einnig smitaður í gær. Þrjátíu börn og tíu starfsmenn voru send í sóttkví í kjölfarið. Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við RÚV að leikskólinn sé í tveimur aðskildum húsum þar sem enginn samgangur er á milli. Því hafi aðeins börn úr öðru húsinu þurft að fara í sóttkví. Vísir greindi frá því fyrr í dag að öll börn af leikskólanum Álftaborg í Reykjavík hafi verið send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Sá leikskóli rúmar tæplega níutíu börn. Þá lentu 57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í sóttkví eftir að smit greindist í sumarfrístund. Starfsmaður leikskóla á Seltjarnarnesi greindist einnig smitaður af kórónuveirunni í vikunni og voru í kjölfarið um hundrað börn send í sóttkví. Þá var ungbarnaleikskólanum Sólgarði í Reykjavík lokað á þriðjudaginn vegna smits sem þar kom upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um fimmtíu börn í kringum eins árs aldurs í sóttkví. Alls eru þetta tæplega fjögur hundruð börn sem hafa verið send í sóttkví. Grunnskólar hafa ekki ennþá hafið göngu sína eftir sumarfrí er því ekki ólíklegt að sóttkví barna eigi eftir að færast í aukana þegar skólastarf hefst af fullum krafti að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um smit í leikskólanum Sólgarði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Íþróttir barna Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Smit kom nýlega upp hjá starfsmanni frístundaheimilisins Frostheima í Vesturbæ. Dóróthea Ævarsdóttir, forstöðumaður Frostheima segist hafa fengið fregnir af smitinu í gær og var tilkynning send á alla foreldra í kjölfarið. Um fimmtíu börn sem höfðu verið á vikulöngu leikjanámskeiði í Frostheimum eru nú komin í sóttkví. Börnin eru níu og tíu ára gömul. Þá greindist starfsmaður leikskólans Holts í Breiðholti einnig smitaður í gær. Þrjátíu börn og tíu starfsmenn voru send í sóttkví í kjölfarið. Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við RÚV að leikskólinn sé í tveimur aðskildum húsum þar sem enginn samgangur er á milli. Því hafi aðeins börn úr öðru húsinu þurft að fara í sóttkví. Vísir greindi frá því fyrr í dag að öll börn af leikskólanum Álftaborg í Reykjavík hafi verið send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Sá leikskóli rúmar tæplega níutíu börn. Þá lentu 57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í sóttkví eftir að smit greindist í sumarfrístund. Starfsmaður leikskóla á Seltjarnarnesi greindist einnig smitaður af kórónuveirunni í vikunni og voru í kjölfarið um hundrað börn send í sóttkví. Þá var ungbarnaleikskólanum Sólgarði í Reykjavík lokað á þriðjudaginn vegna smits sem þar kom upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um fimmtíu börn í kringum eins árs aldurs í sóttkví. Alls eru þetta tæplega fjögur hundruð börn sem hafa verið send í sóttkví. Grunnskólar hafa ekki ennþá hafið göngu sína eftir sumarfrí er því ekki ólíklegt að sóttkví barna eigi eftir að færast í aukana þegar skólastarf hefst af fullum krafti að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um smit í leikskólanum Sólgarði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Íþróttir barna Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira