Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 19:09 Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir drengsins. stöð 2 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur fullvissað móður tólf ára drengs með þroskahömlun, sem hafði verið synjað um skólavist, að hann fái pláss í Brúarskóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnudegi nema vegna þess að fjallað var um það í fjölmiðlum. Rætt var við móðurina Guðrúnu Evu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún frá því hvernig Hjörtur Hlíðar, sonur hennar sem er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun, hafi ekki fengið inn í Brúarskóla því þar væri ekki laust pláss. Þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur frá Akureyri í vor. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Þegar Guðrúnu var tilkynnt um að hann fengi ekki inn þar sótti hún um fyrir hann í hverfisskóla þeirra, Árbæjarskóla, en fékk einnig höfnun um skólavist þar. „Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði hún í gær: Borgin baðst afsökunar Í dag hringdi síðan skóla- og frístundasvið í hana og fullvissaði hana um að Hjörtur Hlíðar fengi skólavist í Brúarskóla. „Það eina sem hún gat ekki lofað mér var að hann gæti byrjað strax á morgun en lofaði að það yrði allavega ekki seinna en á þriðjudag,“ segir Guðrún Eva. Hún er auðvitað ánægð með útkomuna: „Þetta er náttúrulega það sem ég vildi fyrir hann. Hann hefur ekkert að gera með að fara í venjulegan skóla. En ég sótti líka um í Árbæjarskóla því mér ber skylda til að koma barninu í skóla, alveg sama hvar það er. Þannig að ég er mjög sátt,“ segir hún. Hún segir borgina hafa beðið sig afsökunar á málinu. „Biðjast afsökunar á öllu, að það væri ekki búið að hafa samband við mig. En ég veit það fyrir víst að hún hefði ekki haft samband við mig á sunnudegi ef ég hefði ekki farið í fréttirnar á laugardeginum.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Rætt var við móðurina Guðrúnu Evu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún frá því hvernig Hjörtur Hlíðar, sonur hennar sem er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun, hafi ekki fengið inn í Brúarskóla því þar væri ekki laust pláss. Þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur frá Akureyri í vor. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Þegar Guðrúnu var tilkynnt um að hann fengi ekki inn þar sótti hún um fyrir hann í hverfisskóla þeirra, Árbæjarskóla, en fékk einnig höfnun um skólavist þar. „Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði hún í gær: Borgin baðst afsökunar Í dag hringdi síðan skóla- og frístundasvið í hana og fullvissaði hana um að Hjörtur Hlíðar fengi skólavist í Brúarskóla. „Það eina sem hún gat ekki lofað mér var að hann gæti byrjað strax á morgun en lofaði að það yrði allavega ekki seinna en á þriðjudag,“ segir Guðrún Eva. Hún er auðvitað ánægð með útkomuna: „Þetta er náttúrulega það sem ég vildi fyrir hann. Hann hefur ekkert að gera með að fara í venjulegan skóla. En ég sótti líka um í Árbæjarskóla því mér ber skylda til að koma barninu í skóla, alveg sama hvar það er. Þannig að ég er mjög sátt,“ segir hún. Hún segir borgina hafa beðið sig afsökunar á málinu. „Biðjast afsökunar á öllu, að það væri ekki búið að hafa samband við mig. En ég veit það fyrir víst að hún hefði ekki haft samband við mig á sunnudegi ef ég hefði ekki farið í fréttirnar á laugardeginum.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira