Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2021 10:30 Stór hluti þjóðarinnar hefur farið í sýnatöku vegna Covid-19, hvort sem er á Suðurlandsbraut í Reykjavík eða annars staðar á landinu. Vísir/RagnarV Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans. Stóri meirihlutinn fær SMS um að þeirra niðurstaða í Heilsuveru undir liðnum Samskipti. Þar bíða skilaboðin sem margir hafa andað léttar yfir: Þú greindist ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Þessi niðurstaða útilokar ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar. Ef þú veikist seinna með flensulík einkenni, hita, beinverki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýnatöku. Litli minnihlutinn sem reynist smitaður fær ekki SMS-skilaboð með niðurstöðunni. Þessi hópur fær símtal frá smitrakningarteyminu úr númerinu 444-2505 með tíðindunum: Þú ert með Covid-19. Þó er hægt að komast fyrr að niðurstöðunni eins og lesandi Vísis komst að á dögunum. Vottorð birtist í Heilsuveru Þegar það liggur fyrir að fólk er smitað af Covid-19 birtist vottorð þess efnis í Heilsuveru og hefur gert í lengri tíma. Þessi vottorð birtast allajafna áður en smitrakningateymið, hvar hefur verið mikið álag undanfarið, hringir símtalið. Á myndinni að ofan má sjá hvar Covid-19 vottorðið birtist í Heilsuveru, undir Covid-19, vottorð. Á myndinni má sjá hvar finna má vottorð vegna Covid-19 smits í Heilsuveru.Skjáskot úr Heilsuveru Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við Vísi að þegar jafnmargir greinist og verið hefur tilfellið undanfarnar vikur þá geti tekið tíma fyrir göngudeildina að hringja símtalið. Covid-vottorð geti því vel verið komið í Heilsuveru nokkru áður en símtalið berst. Já, ég veit Þannig var það í tilfelli einstaklings sem vakti athygli á þessu við fréttastofu. Sá var meðvitaður um Covid-19 smit, eitthvað sem hann hafði sterkan grun um, þremur klukkustundum áður en símtalið barst. Þegar göngudeildin hringdi til að tilkynna um smitið var svarið: „Já, ég veit.“ Svarið kom starfsmanni göngudeildar á óvart en fékk svo skýringuna. Vottorðið fyrir Covid-19 smit var löngu lent í Heilsuveru hvar viðkomandi hafði verið á Refresh-takkanum, ef svo má segja, enda sannfærður um að vera smitaður. Í framhaldi af símtali Covid-göngudeildar fá smitaðir svo símtal frá smitrakningu þar sem farið er yfir hvern hinn smitaði hitti og metið hverjir þurfa að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Stóri meirihlutinn fær SMS um að þeirra niðurstaða í Heilsuveru undir liðnum Samskipti. Þar bíða skilaboðin sem margir hafa andað léttar yfir: Þú greindist ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Þessi niðurstaða útilokar ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar. Ef þú veikist seinna með flensulík einkenni, hita, beinverki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýnatöku. Litli minnihlutinn sem reynist smitaður fær ekki SMS-skilaboð með niðurstöðunni. Þessi hópur fær símtal frá smitrakningarteyminu úr númerinu 444-2505 með tíðindunum: Þú ert með Covid-19. Þó er hægt að komast fyrr að niðurstöðunni eins og lesandi Vísis komst að á dögunum. Vottorð birtist í Heilsuveru Þegar það liggur fyrir að fólk er smitað af Covid-19 birtist vottorð þess efnis í Heilsuveru og hefur gert í lengri tíma. Þessi vottorð birtast allajafna áður en smitrakningateymið, hvar hefur verið mikið álag undanfarið, hringir símtalið. Á myndinni að ofan má sjá hvar Covid-19 vottorðið birtist í Heilsuveru, undir Covid-19, vottorð. Á myndinni má sjá hvar finna má vottorð vegna Covid-19 smits í Heilsuveru.Skjáskot úr Heilsuveru Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við Vísi að þegar jafnmargir greinist og verið hefur tilfellið undanfarnar vikur þá geti tekið tíma fyrir göngudeildina að hringja símtalið. Covid-vottorð geti því vel verið komið í Heilsuveru nokkru áður en símtalið berst. Já, ég veit Þannig var það í tilfelli einstaklings sem vakti athygli á þessu við fréttastofu. Sá var meðvitaður um Covid-19 smit, eitthvað sem hann hafði sterkan grun um, þremur klukkustundum áður en símtalið barst. Þegar göngudeildin hringdi til að tilkynna um smitið var svarið: „Já, ég veit.“ Svarið kom starfsmanni göngudeildar á óvart en fékk svo skýringuna. Vottorðið fyrir Covid-19 smit var löngu lent í Heilsuveru hvar viðkomandi hafði verið á Refresh-takkanum, ef svo má segja, enda sannfærður um að vera smitaður. Í framhaldi af símtali Covid-göngudeildar fá smitaðir svo símtal frá smitrakningu þar sem farið er yfir hvern hinn smitaði hitti og metið hverjir þurfa að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira