Laun hjá hinu opinbera hafa rokið upp Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 12:11 Nýjustu tölur Hagstofu Íslands sýna fram á miklar launahækkanir hjá hinu opinbera. Vísir/Vilhelm Launavísitala lækkaði lítillega milli júní og júli en á síðustu tólf mánuðum hefur hún hækkað um 7,8 prósent, þar af 5,4 prósent á fyrstu sjö mánuðum ársins. Þetta segir í nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Kaupmáttur lækkaði sömuleiðis milli mánaða en er þó enn nálægt sögulegu hámarki. Kaupmáttaraukning frá júlí í fyrra var 3,4 prósent. Kaupmáttur hefur lækkað um 1,1 prósent frá janúar 2021 en hann hefur aldrei verið hærri en þá. Rúmlega tvöfalt meiri hækkun á opinberum markaði Á tímabilinu maí 2020 til maí 2021 hækkuðu laun á almennum markaði um 5,8 prósent en 12,4 prósent á opinberum markaði. Laun hjá sveitarfélögunum hækkuðu um 14,5 prósent á tímabilinu. Í Hagsjá Landsbankans segir að opinberi markaðurinn hafi þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast. Munurinn milli markaða virðist vera að aukast. Laun verkafólks hafa hækkað mest Laun verkafólks hækkuðu mest, eða um 8,4 prósent milli ára í maí. Laun tækna og sérmenntaðs fólks hækkuðu minnst, eða um 3,9 prósent. Launavísitalan hækkaði um 7,5 prósent á tímabilinu þannig að einungis laun verkafólks hafa hækkað meira en meðaltalið og laun annarra starfsstétta minna, sérstaklega tækna og sérfræðinga. Laun hækkuðu mest í þjónustustörfum Milli maí 2021 og maí 2021 hækkuðu laun mest hjá starfsfólki á veitinga- og gististöðum, meðal atvinnugreina á almennum markaði. Laun þeirra hækkuðu um 10,5 prósent. Hækkun launa starfsfólks á veitinga- og gististöðum skýrist annars vegar af áfangahækkunum kjarasamninga upp á 4,9 prósent í apríl 2020 og fjögur prósent í janúar 2021 og hins vegar af skorti á starfsfólki í greininni. Laun hækkuðu um 3,1 prósent í apríl 2021 án þess að um kjarasamningshækkanir væri að ræða. Hagfræðuideild Landsbankans segir líklega skýringu hækkunarinnar vera að nauðsynlegt hafi verið að hækka laun til þess að geta mannað stöður í greininni, en á þessum tíma hafi einmitt verið nokkur umræða um að erfitt væri að fá fólk til starfa í ferðaþjónustu. Laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu minnst eða um 3,7 prósent. Í Hagsjá segir að laun í þeim geira séu almennt með hæsta móti og hafi krónutöluhækkanir í kjarasamnigum því minnst áhrif þar. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Kaupmáttur lækkaði sömuleiðis milli mánaða en er þó enn nálægt sögulegu hámarki. Kaupmáttaraukning frá júlí í fyrra var 3,4 prósent. Kaupmáttur hefur lækkað um 1,1 prósent frá janúar 2021 en hann hefur aldrei verið hærri en þá. Rúmlega tvöfalt meiri hækkun á opinberum markaði Á tímabilinu maí 2020 til maí 2021 hækkuðu laun á almennum markaði um 5,8 prósent en 12,4 prósent á opinberum markaði. Laun hjá sveitarfélögunum hækkuðu um 14,5 prósent á tímabilinu. Í Hagsjá Landsbankans segir að opinberi markaðurinn hafi þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast. Munurinn milli markaða virðist vera að aukast. Laun verkafólks hafa hækkað mest Laun verkafólks hækkuðu mest, eða um 8,4 prósent milli ára í maí. Laun tækna og sérmenntaðs fólks hækkuðu minnst, eða um 3,9 prósent. Launavísitalan hækkaði um 7,5 prósent á tímabilinu þannig að einungis laun verkafólks hafa hækkað meira en meðaltalið og laun annarra starfsstétta minna, sérstaklega tækna og sérfræðinga. Laun hækkuðu mest í þjónustustörfum Milli maí 2021 og maí 2021 hækkuðu laun mest hjá starfsfólki á veitinga- og gististöðum, meðal atvinnugreina á almennum markaði. Laun þeirra hækkuðu um 10,5 prósent. Hækkun launa starfsfólks á veitinga- og gististöðum skýrist annars vegar af áfangahækkunum kjarasamninga upp á 4,9 prósent í apríl 2020 og fjögur prósent í janúar 2021 og hins vegar af skorti á starfsfólki í greininni. Laun hækkuðu um 3,1 prósent í apríl 2021 án þess að um kjarasamningshækkanir væri að ræða. Hagfræðuideild Landsbankans segir líklega skýringu hækkunarinnar vera að nauðsynlegt hafi verið að hækka laun til þess að geta mannað stöður í greininni, en á þessum tíma hafi einmitt verið nokkur umræða um að erfitt væri að fá fólk til starfa í ferðaþjónustu. Laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu minnst eða um 3,7 prósent. Í Hagsjá segir að laun í þeim geira séu almennt með hæsta móti og hafi krónutöluhækkanir í kjarasamnigum því minnst áhrif þar.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira