Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll Annas Jón Sigmundsson skrifar 3. september 2021 08:00 Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kauphöllin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Sjá meira
Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun