Þá verðum við með ítarlega umfjöllun af vettvangi bruna í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu í morgun. Stöðin fylltist af reyk en engan sakaði - þó að viðskiptavinir hafi margir þurft að drífa sig út á nærklæðunum einum saman. Heimir Már Pétursson fréttamaður tekur fólk tali á staðnum.
Við fjöllum einnig um möguleikann á víðtæku kosningasvindli í komandi alþingiskosningum en hann er sagður fyrir hendi með notkun falsaðra stafrænna ökuskírteina. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.
Myndbandaspilari er að hlaða.