Einnig verður fjallað um það að forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi. Heilbrigðisráðherra vill stíga varfærin skref í tilslökunum.
Óvenjumargir hafa látist í fjallendi á Íslandi í sumar, þrír á Austurlandi. Þar hafa drónar nýst vel í alvarlegustu útköllunum.
Í íþróttafréttum verður fjallað um að Ísland mætir Norður Makedóníu á Laugardalsvelli á morgun og það að næst síðasta umferðin er leikin í Pepsí Max deild kvenna í dag
Myndbandaspilari er að hlaða.