KSÍ verður af tugum milljóna en vonast eftir betri stöðu þegar stelpurnar mæta Evrópumeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2021 13:00 Stuðningsmannasveitin Tólfan fékk að fagna tveimur mörkum á Laugardalsvelli í gær, í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu. vísir/hulda margrét Knattspyrnusamband Íslands verður af milljónum, og sennilega tugum milljóna, króna vegna samkomutakmarkana sem enn gilda hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn