Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2021 20:00 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir/Egill Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson birti á sunnudagskvöld færslu á Facebook þar sem fram komu upplýsingar úr lögregluskýrslu í máli Kolbeins Sigþórssonar, knattspyrnumanns, og Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hans hálfu. Í skýrslunni má meðal annars lesa lýsingar Þórhildar á ofbeldinu sem hún varð fyrir og á fundi sem hún átti með Kolbeini. Stígamót sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að færslan sé dæmi um hvernig réttarvörslukerfið hafi brugðist þolendum. „Þetta er kannski bara enn eitt dæmið um það hvernig réttarkerfið er notað til þess að þagga niður í brotaþolum í staðin fyrir að veita þeim réttlæti sem er einmitt það sem réttarkerfið á að gera. Það hefur til dæmis verið gert með meiðyrðakærum eða kærum um rangar sakagiftir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Ofbeldismenn nýti sér kerfið til að þagga í brotaþolum. „Réttarkerfið, það er lítið réttlæti þar að fá fyrir brotaþola en virðast vera mörg verkfæri þar að finna fyrir ofbeldismenn og vini þeirra til þess að þagga í brotaþolum,“ segir Steinunn. „Við auðvitað veltum því fyrir okkur hvort brotaþolar eigi von á þessu í framtíðinni að lögregluskýrslurnar þeirra séu birtar á opinberum vettvangi.“ Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, er einn þeirra sem líkaði við færslu Sigurðar G. á Facebook. Stígamót kalla eftir því að dómsmálaráðherra skipi nýjan vararíkissaksóknara. „Það að vararíkissaksóknari líki við þessa færslu á Facebook afhjúpar viðhorf þar sem háttsettur embættismaður, sem hefur með ofbeldismál að gera finnst í lagi að birta opinberlega lögregluskýrslur brotaþola og tekur bara beinlínis afstöðu gegn brotaþola ofbeldis með þessu,“ segir Steinunn. „Þetta viðhorf sem vararíkissaksóknari opinberar þarna, okkur finnst það alvarlegt vegna þess að stundum er látið að því liggja að vandamálin í réttarkerfinu séu bara þess eðlis að þetta sé flókinn málaflokkur, að það sé erfitt að sanna brot. En þarna finnst okkur skýrt koma fram að þetta er líka menningarbundinn vandi, að það er raunverulega fólk sem ekki er tilbúið til þess að standa með brotaþolum í vegferð sinni í gegn um réttarkerfið.“ Helgi Magnús vildi ekki tjá sig um málið við Vísi í dag. Í viðtali við Mbl.is í kvöld neitaði hann hins vegar að hafa látið nein ummæli falla um þolendur ofbeldis. Ekki náðist heldur tal af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við gerð þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún sagði Mbl.is í dag að tjáning Helga Magnúsar væri „vafasöm“. Helgi Magnús sagðist telja það svar Áslaugar Örnu yfirvegað. Yfirlýsingu Stígamóta má sjá í heild sinni hér að neðan. Réttarkerfið notað til að niðurlægja brotaþola ofbeldis Í fyrradag birti hæstaréttarlögmaður og forseti dómstóla KSÍ lögregluskýrslur, með persónugreinanlegum gögnum úr skýrslutöku konu sem var að kæra ofbeldi. Enn og aftur bregst réttarvörslukerfið brotaþolum ofbeldis þar sem gögn úr kerfinu komast í hendur manna sem nýta þau til að rægja og draga úr trúverðugleika þolanda. Brotalamir réttarkerfisins eru mörgum kunnar en alltaf skulu finnast nýjar leiðir til að nýta það gegn þolendum ofbeldis. Stígamót hafa vakið athygli á niðurfellingarhlutfalli nauðgunarmála en yfir 70% þeirra eru felld niður og komast því aldrei í dómsal. Mál átta kvenna eru nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu einmitt af því að málin þeirra voru felld niður í íslensku réttarkerfi án þess að fá viðunandi meðferð eða að tekið væri nægt tillit til sönnunargagna. Þau fáu mál sem komast frá saksóknaraembættum og fyrir dóm eru oft gríðarlengi í meðförum kerfisins sem skilar sér í milduðum dómi í Landsrétti fari svo að yfirhöfuð sé sakfellt í málinu. Konur sem kæra ofbeldi eiga alltaf yfir höfði sér ógnina um að verða kærðar fyrir rangar sakargiftir sé málið þeirra fellt niður og ef þær voga sér að segja upphátt hver beitti þær ofbeldi dettur kæra fyrir meiðyrði í hús. Nú birtir fagaðili sem starfar innan kerfisins sem lögmaður lögregluskýrslur á Facebook í máli sem hann hefur enga beina aðkomu að. Í ofanálag „lækar“ vararíkissaksóknari færsluna en hann gegnir embætti sem hefur úrslitavald um það hvort ofbeldismál fái áheyrn dómara eður ei. Stundum er talað um að fólk innan kerfisins sé velviljað og allir séu að gera sitt besta – það sé bara flókið að ná fram sakfellingum og sanna brot. Þessi framganga vararíkissaksóknara sýnir á hinn bóginn alvarlegan viðhorfsvanda háttsetts embættismanns í kerfinu og gefur ekki von um að menning sem leyfir sér að gera lítið úr brotaþolum ofbeldis verði upprætt á næstunni – og það í kerfinu sem á einmitt að vernda þessa sömu brotaþola. Það er ekkert skrýtið við það að konur kæri ekki ofbeldið sem þær voru beittar eða að þær segi ekki frá því. Réttarvörslukerfið passar vel upp á það. Alltaf skulu finnast nýir og nýir angar þess sem nýttir eru á einhvern hátt gegn brotaþola – til þess að hræða, þagga og lítilsvirða. Þessu verður að linna. Stígamót skora á: Dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara Alla stjórnmálaflokka í framboði að leggja fram tillögur um hvernig megi tryggja að réttarkerfið verndi fólk gegn ofbeldi en sé ekki verkfæri í höndum þeirra sem beita því og hjálparkokka þeirra Alla frambjóðendur til stjórnar KSÍ að gera upp við sig hvort þeim finnist eðlilegt að maður gegni trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna sem gengur fram með þessum hætti gegn brotaþola ofbeldis Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Ber engan kala til Klöru eftir umdeilda uppsögn: „Afleiðing af margra ára karlaveldi“ Gunný Gunnlaugsdóttir, fyrrum starfsmaður KSÍ, var sagt upp störfum hjá sambandinu af Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra þess, árið 2016 þegar hún var gengin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Gunný segist ekki bera kala til Klöru vegna málsins og að hún sé að vinna öflugt starf á vinnustað sem einkennist af karllægri menningu. 6. september 2021 07:00 Lögmaður Kolbeins segir réttargæslumann Jóhönnu hafa lagt til 300 þúsund krónur Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar segir að réttargæslumaður Jóhönnu Helgu Jensdóttur hafi lagt til að Kolbeinn greiddi Jóhönnu 300 þúsund krónur í miskabætur. Vísar hann til tölvupósts frá réttargæslumanninum hvað þetta varðar. 4. september 2021 09:03 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson birti á sunnudagskvöld færslu á Facebook þar sem fram komu upplýsingar úr lögregluskýrslu í máli Kolbeins Sigþórssonar, knattspyrnumanns, og Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hans hálfu. Í skýrslunni má meðal annars lesa lýsingar Þórhildar á ofbeldinu sem hún varð fyrir og á fundi sem hún átti með Kolbeini. Stígamót sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að færslan sé dæmi um hvernig réttarvörslukerfið hafi brugðist þolendum. „Þetta er kannski bara enn eitt dæmið um það hvernig réttarkerfið er notað til þess að þagga niður í brotaþolum í staðin fyrir að veita þeim réttlæti sem er einmitt það sem réttarkerfið á að gera. Það hefur til dæmis verið gert með meiðyrðakærum eða kærum um rangar sakagiftir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Ofbeldismenn nýti sér kerfið til að þagga í brotaþolum. „Réttarkerfið, það er lítið réttlæti þar að fá fyrir brotaþola en virðast vera mörg verkfæri þar að finna fyrir ofbeldismenn og vini þeirra til þess að þagga í brotaþolum,“ segir Steinunn. „Við auðvitað veltum því fyrir okkur hvort brotaþolar eigi von á þessu í framtíðinni að lögregluskýrslurnar þeirra séu birtar á opinberum vettvangi.“ Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, er einn þeirra sem líkaði við færslu Sigurðar G. á Facebook. Stígamót kalla eftir því að dómsmálaráðherra skipi nýjan vararíkissaksóknara. „Það að vararíkissaksóknari líki við þessa færslu á Facebook afhjúpar viðhorf þar sem háttsettur embættismaður, sem hefur með ofbeldismál að gera finnst í lagi að birta opinberlega lögregluskýrslur brotaþola og tekur bara beinlínis afstöðu gegn brotaþola ofbeldis með þessu,“ segir Steinunn. „Þetta viðhorf sem vararíkissaksóknari opinberar þarna, okkur finnst það alvarlegt vegna þess að stundum er látið að því liggja að vandamálin í réttarkerfinu séu bara þess eðlis að þetta sé flókinn málaflokkur, að það sé erfitt að sanna brot. En þarna finnst okkur skýrt koma fram að þetta er líka menningarbundinn vandi, að það er raunverulega fólk sem ekki er tilbúið til þess að standa með brotaþolum í vegferð sinni í gegn um réttarkerfið.“ Helgi Magnús vildi ekki tjá sig um málið við Vísi í dag. Í viðtali við Mbl.is í kvöld neitaði hann hins vegar að hafa látið nein ummæli falla um þolendur ofbeldis. Ekki náðist heldur tal af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við gerð þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún sagði Mbl.is í dag að tjáning Helga Magnúsar væri „vafasöm“. Helgi Magnús sagðist telja það svar Áslaugar Örnu yfirvegað. Yfirlýsingu Stígamóta má sjá í heild sinni hér að neðan. Réttarkerfið notað til að niðurlægja brotaþola ofbeldis Í fyrradag birti hæstaréttarlögmaður og forseti dómstóla KSÍ lögregluskýrslur, með persónugreinanlegum gögnum úr skýrslutöku konu sem var að kæra ofbeldi. Enn og aftur bregst réttarvörslukerfið brotaþolum ofbeldis þar sem gögn úr kerfinu komast í hendur manna sem nýta þau til að rægja og draga úr trúverðugleika þolanda. Brotalamir réttarkerfisins eru mörgum kunnar en alltaf skulu finnast nýjar leiðir til að nýta það gegn þolendum ofbeldis. Stígamót hafa vakið athygli á niðurfellingarhlutfalli nauðgunarmála en yfir 70% þeirra eru felld niður og komast því aldrei í dómsal. Mál átta kvenna eru nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu einmitt af því að málin þeirra voru felld niður í íslensku réttarkerfi án þess að fá viðunandi meðferð eða að tekið væri nægt tillit til sönnunargagna. Þau fáu mál sem komast frá saksóknaraembættum og fyrir dóm eru oft gríðarlengi í meðförum kerfisins sem skilar sér í milduðum dómi í Landsrétti fari svo að yfirhöfuð sé sakfellt í málinu. Konur sem kæra ofbeldi eiga alltaf yfir höfði sér ógnina um að verða kærðar fyrir rangar sakargiftir sé málið þeirra fellt niður og ef þær voga sér að segja upphátt hver beitti þær ofbeldi dettur kæra fyrir meiðyrði í hús. Nú birtir fagaðili sem starfar innan kerfisins sem lögmaður lögregluskýrslur á Facebook í máli sem hann hefur enga beina aðkomu að. Í ofanálag „lækar“ vararíkissaksóknari færsluna en hann gegnir embætti sem hefur úrslitavald um það hvort ofbeldismál fái áheyrn dómara eður ei. Stundum er talað um að fólk innan kerfisins sé velviljað og allir séu að gera sitt besta – það sé bara flókið að ná fram sakfellingum og sanna brot. Þessi framganga vararíkissaksóknara sýnir á hinn bóginn alvarlegan viðhorfsvanda háttsetts embættismanns í kerfinu og gefur ekki von um að menning sem leyfir sér að gera lítið úr brotaþolum ofbeldis verði upprætt á næstunni – og það í kerfinu sem á einmitt að vernda þessa sömu brotaþola. Það er ekkert skrýtið við það að konur kæri ekki ofbeldið sem þær voru beittar eða að þær segi ekki frá því. Réttarvörslukerfið passar vel upp á það. Alltaf skulu finnast nýir og nýir angar þess sem nýttir eru á einhvern hátt gegn brotaþola – til þess að hræða, þagga og lítilsvirða. Þessu verður að linna. Stígamót skora á: Dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara Alla stjórnmálaflokka í framboði að leggja fram tillögur um hvernig megi tryggja að réttarkerfið verndi fólk gegn ofbeldi en sé ekki verkfæri í höndum þeirra sem beita því og hjálparkokka þeirra Alla frambjóðendur til stjórnar KSÍ að gera upp við sig hvort þeim finnist eðlilegt að maður gegni trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna sem gengur fram með þessum hætti gegn brotaþola ofbeldis
Réttarkerfið notað til að niðurlægja brotaþola ofbeldis Í fyrradag birti hæstaréttarlögmaður og forseti dómstóla KSÍ lögregluskýrslur, með persónugreinanlegum gögnum úr skýrslutöku konu sem var að kæra ofbeldi. Enn og aftur bregst réttarvörslukerfið brotaþolum ofbeldis þar sem gögn úr kerfinu komast í hendur manna sem nýta þau til að rægja og draga úr trúverðugleika þolanda. Brotalamir réttarkerfisins eru mörgum kunnar en alltaf skulu finnast nýjar leiðir til að nýta það gegn þolendum ofbeldis. Stígamót hafa vakið athygli á niðurfellingarhlutfalli nauðgunarmála en yfir 70% þeirra eru felld niður og komast því aldrei í dómsal. Mál átta kvenna eru nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu einmitt af því að málin þeirra voru felld niður í íslensku réttarkerfi án þess að fá viðunandi meðferð eða að tekið væri nægt tillit til sönnunargagna. Þau fáu mál sem komast frá saksóknaraembættum og fyrir dóm eru oft gríðarlengi í meðförum kerfisins sem skilar sér í milduðum dómi í Landsrétti fari svo að yfirhöfuð sé sakfellt í málinu. Konur sem kæra ofbeldi eiga alltaf yfir höfði sér ógnina um að verða kærðar fyrir rangar sakargiftir sé málið þeirra fellt niður og ef þær voga sér að segja upphátt hver beitti þær ofbeldi dettur kæra fyrir meiðyrði í hús. Nú birtir fagaðili sem starfar innan kerfisins sem lögmaður lögregluskýrslur á Facebook í máli sem hann hefur enga beina aðkomu að. Í ofanálag „lækar“ vararíkissaksóknari færsluna en hann gegnir embætti sem hefur úrslitavald um það hvort ofbeldismál fái áheyrn dómara eður ei. Stundum er talað um að fólk innan kerfisins sé velviljað og allir séu að gera sitt besta – það sé bara flókið að ná fram sakfellingum og sanna brot. Þessi framganga vararíkissaksóknara sýnir á hinn bóginn alvarlegan viðhorfsvanda háttsetts embættismanns í kerfinu og gefur ekki von um að menning sem leyfir sér að gera lítið úr brotaþolum ofbeldis verði upprætt á næstunni – og það í kerfinu sem á einmitt að vernda þessa sömu brotaþola. Það er ekkert skrýtið við það að konur kæri ekki ofbeldið sem þær voru beittar eða að þær segi ekki frá því. Réttarvörslukerfið passar vel upp á það. Alltaf skulu finnast nýir og nýir angar þess sem nýttir eru á einhvern hátt gegn brotaþola – til þess að hræða, þagga og lítilsvirða. Þessu verður að linna. Stígamót skora á: Dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara Alla stjórnmálaflokka í framboði að leggja fram tillögur um hvernig megi tryggja að réttarkerfið verndi fólk gegn ofbeldi en sé ekki verkfæri í höndum þeirra sem beita því og hjálparkokka þeirra Alla frambjóðendur til stjórnar KSÍ að gera upp við sig hvort þeim finnist eðlilegt að maður gegni trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna sem gengur fram með þessum hætti gegn brotaþola ofbeldis
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Ber engan kala til Klöru eftir umdeilda uppsögn: „Afleiðing af margra ára karlaveldi“ Gunný Gunnlaugsdóttir, fyrrum starfsmaður KSÍ, var sagt upp störfum hjá sambandinu af Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra þess, árið 2016 þegar hún var gengin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Gunný segist ekki bera kala til Klöru vegna málsins og að hún sé að vinna öflugt starf á vinnustað sem einkennist af karllægri menningu. 6. september 2021 07:00 Lögmaður Kolbeins segir réttargæslumann Jóhönnu hafa lagt til 300 þúsund krónur Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar segir að réttargæslumaður Jóhönnu Helgu Jensdóttur hafi lagt til að Kolbeinn greiddi Jóhönnu 300 þúsund krónur í miskabætur. Vísar hann til tölvupósts frá réttargæslumanninum hvað þetta varðar. 4. september 2021 09:03 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56
Ber engan kala til Klöru eftir umdeilda uppsögn: „Afleiðing af margra ára karlaveldi“ Gunný Gunnlaugsdóttir, fyrrum starfsmaður KSÍ, var sagt upp störfum hjá sambandinu af Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra þess, árið 2016 þegar hún var gengin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Gunný segist ekki bera kala til Klöru vegna málsins og að hún sé að vinna öflugt starf á vinnustað sem einkennist af karllægri menningu. 6. september 2021 07:00
Lögmaður Kolbeins segir réttargæslumann Jóhönnu hafa lagt til 300 þúsund krónur Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar segir að réttargæslumaður Jóhönnu Helgu Jensdóttur hafi lagt til að Kolbeinn greiddi Jóhönnu 300 þúsund krónur í miskabætur. Vísar hann til tölvupósts frá réttargæslumanninum hvað þetta varðar. 4. september 2021 09:03