Umhverfisstofnun varar við áhrifum innkirtlatruflandi efna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2021 09:44 Munu sáðfrumur deyja út með notkun innkirtlatruflandi efna? Verða sáðfrumur í karlmönnum horfnar eftir 20 ár? spyr Umhverfisstofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni þar sem fjallað er um innkirtlatruflandi efni í umhverfinu. „Vandamál tengd ófrjósemi hafa aukist síðastliðna áratugi og áætlað er að tíðni ófrjósemi meðal para sé að meðaltali 10-15% á heimsvísu. Rannsóknir sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum hefur lækkað um 50-60% frá árinu 1973 til 2011 í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Vísindamenn telja að fjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum muni nálgast núll um 2045 haldi þessi þróun áfram,“ segir Umhverfisstofnun. Ein af ástæðum aukinnar ófrjósemi séu innkirtlatruflandi efni, sem finnast víða í daglegu umhverfi. Þau séu meðal annars notuð í þvottaefni, snyrtivörur, textíl, plast og raftæki. „Þekktustu innkirtlatruflandi efnin eru perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS), bisfenól efnasambönd (t.d. BPA, BPS, BPF, o.fl.), þalöt, eldtefjandi efni sem innihalda halógena, díoxín, fjölklóruð bífenýl (PCB) og paraben,“ segir í tilkynningunni en mörg efnana séu þegar ýmist bönnuð hér á landi eða notkun þeirra háð takmörkunum. Innkirtlatruflandi efni geta verið afar skaðleg og meðal annars valdið óeðlilegum kynþroska, óreglulegum tíðahring, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, legslímuflakki og fósturmissi. Þau brotni hægt niður eða alls ekki og safnist því upp í náttúrunni. „Rannsóknir á eiginleikum og váhrifum nýrra efna taka nokkurn tíma að gefa áreiðanlegar niðurstöður, sem leiðir til þess að stjórnvöld ná ekki að setja reglur til að takmarka eða banna framleiðslu og notkun þeirra nógu tímalega,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að um 10 milljónir nýrra efna bætist við flóruna á ári hverju. Ein leið til að forðast innkirtlatruflandi efni sé að velja vörur merktar Svansmerkinu eða Evrópublóminu og helst án ilmefna. Nánari upplýsingar má finna hér. Umhverfismál Frjósemi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
„Vandamál tengd ófrjósemi hafa aukist síðastliðna áratugi og áætlað er að tíðni ófrjósemi meðal para sé að meðaltali 10-15% á heimsvísu. Rannsóknir sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum hefur lækkað um 50-60% frá árinu 1973 til 2011 í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Vísindamenn telja að fjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum muni nálgast núll um 2045 haldi þessi þróun áfram,“ segir Umhverfisstofnun. Ein af ástæðum aukinnar ófrjósemi séu innkirtlatruflandi efni, sem finnast víða í daglegu umhverfi. Þau séu meðal annars notuð í þvottaefni, snyrtivörur, textíl, plast og raftæki. „Þekktustu innkirtlatruflandi efnin eru perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS), bisfenól efnasambönd (t.d. BPA, BPS, BPF, o.fl.), þalöt, eldtefjandi efni sem innihalda halógena, díoxín, fjölklóruð bífenýl (PCB) og paraben,“ segir í tilkynningunni en mörg efnana séu þegar ýmist bönnuð hér á landi eða notkun þeirra háð takmörkunum. Innkirtlatruflandi efni geta verið afar skaðleg og meðal annars valdið óeðlilegum kynþroska, óreglulegum tíðahring, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, legslímuflakki og fósturmissi. Þau brotni hægt niður eða alls ekki og safnist því upp í náttúrunni. „Rannsóknir á eiginleikum og váhrifum nýrra efna taka nokkurn tíma að gefa áreiðanlegar niðurstöður, sem leiðir til þess að stjórnvöld ná ekki að setja reglur til að takmarka eða banna framleiðslu og notkun þeirra nógu tímalega,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að um 10 milljónir nýrra efna bætist við flóruna á ári hverju. Ein leið til að forðast innkirtlatruflandi efni sé að velja vörur merktar Svansmerkinu eða Evrópublóminu og helst án ilmefna. Nánari upplýsingar má finna hér.
Umhverfismál Frjósemi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira