Jonni Sigmars og Landsflokkurinn úr leik í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 14:25 Jóhann Sigmarsson, formaður Landsflokksins segir að dómsmálaráðuneytið hafi vísvitandi stuðlað að því að flokkur hans fékk ekki stafinn L og getur ekki boðið fram í komandi Alþingiskosningum. Steingrímur Karlsson Jóhann Sigmarsson, stofnandi Landsflokksins, sem ætíð er kallaður Jonni Sigmars, vandar stjórnvöldum og stjórnsýslu ekki kveðjurnar. Framboð hans hefur verið dæmt úr leik vegna skorts á undirskriftum. „Þetta er bara búið,“ segir Jonna í samtali við Vísi. „Fini.“ En honum tókst ekki að skila inn tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir tilsettan tíma, að mati dómsmálaráðuneytisins. Sem fer ekki saman við mat Jonna en hann telur að Landsflokknum hafi vísvitandi verið haldið utan komandi Alþingiskosninga sem fram fara eftir liðlega hálfan mánuð, eða 25. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru listarnir sem fyrirliggjandi eru eftirfarandi og þá í þeirri röð sem sótt var um þá og/eða auglýsingar birtust. A-listi Björt framtíð B-listi Framsóknarflokkur C-listi Viðreisn D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Flokkur fólksins M-listi Miðflokkurinn P-listi Píratar R-listi Alþýðufylkingin S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi Frelsisflokkurinn O-listi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn J-listi Sósíalistaflokkur Íslands Y-listi: Ábyrg framtíð Samkvæmt sömu upplýsingum rann frestur til að sækja um nýjan listabókstaf 7. september. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 10. september kl. 12 á hádegi. Þetta þýðir að Landsflokkurinn er úr leik. Stofnandi hans segist hvergi nærri af baki dottinn, að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. En þar er ekki kræsilegt um að litast að sögn Jonna og þar sé af nógu að taka. Segir dómsmálaráðuneytið vísvitandi lagt stein í götu flokksins Jonni gagnrýnir dómsmálaráðuneytið harðlega fyrir að hafa ekki samþykkt undirskriftalista frá sér. Hann hafi ítrekað farið niður í dómsmálaráðuneyti og reynt að greiða úr flækju en hann segir að það hafi dregið lappirnar með að senda áskilin eyðublöð. Hann hafi verið kominn með 342 undirskriftir, sem voru sannarlega til staðar í tæka tíð en hann hafi verið beðinn um að taka mynd af listunum og þá hafi verið litið til þess hvenær sú mynd var tekin. Ekki hvenær skrifað var undir. Síðan hefur Jonni safnað rafrænt undirskriftum og séu þær samtals um 600 talsins. Jonni telur þetta allt með ráðum gert, hæstvirtur ráðherra nokkur hafi talað um að það væru allt of mörg framboð og stórnsýslan hafi beinlínis, í anda þess, komið í veg fyrir að af framboði Landsflokksins gæti orðið. En er þetta ekki bara klúður af þinni hálfu? „Nei, þetta er brot á lýðræðinu,“ segir Jonni. Grafalvarleg atlaga að lýðræðinu Jonni útskýrir að það brot snúi ekki að því að fólk geti nú ekki kosið Landsflokkinn heldur því að ekki geti hver sem er boðið sig fram. Slíkt sé handvalið af klíku sem hafi slegið eignarhaldi sínu á kerfið allt. Hann segir þetta grafalvarlegt mál. „Almenningur ætti að stappa niður fótum gagnvart þessu og sleppa því að mæta á kjörstað, eða skila auðu. Þetta eru glæpahringir sem stjórna hérna.“ Spurður um kostnað vegna framboðsins segir Jonni að þetta hafi meira og minna allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir liggi 70 þúsund króna styrkur frá ónefndum aðila en það sé líka allt og sumt. „Í öðru lýðræðisríki yrðu þessar kosningar dæmdar ólöglegar vegna þessa. Þeir velja hverjum þeir hafna og hverjir komast inn.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
„Þetta er bara búið,“ segir Jonna í samtali við Vísi. „Fini.“ En honum tókst ekki að skila inn tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir tilsettan tíma, að mati dómsmálaráðuneytisins. Sem fer ekki saman við mat Jonna en hann telur að Landsflokknum hafi vísvitandi verið haldið utan komandi Alþingiskosninga sem fram fara eftir liðlega hálfan mánuð, eða 25. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru listarnir sem fyrirliggjandi eru eftirfarandi og þá í þeirri röð sem sótt var um þá og/eða auglýsingar birtust. A-listi Björt framtíð B-listi Framsóknarflokkur C-listi Viðreisn D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Flokkur fólksins M-listi Miðflokkurinn P-listi Píratar R-listi Alþýðufylkingin S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi Frelsisflokkurinn O-listi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn J-listi Sósíalistaflokkur Íslands Y-listi: Ábyrg framtíð Samkvæmt sömu upplýsingum rann frestur til að sækja um nýjan listabókstaf 7. september. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 10. september kl. 12 á hádegi. Þetta þýðir að Landsflokkurinn er úr leik. Stofnandi hans segist hvergi nærri af baki dottinn, að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. En þar er ekki kræsilegt um að litast að sögn Jonna og þar sé af nógu að taka. Segir dómsmálaráðuneytið vísvitandi lagt stein í götu flokksins Jonni gagnrýnir dómsmálaráðuneytið harðlega fyrir að hafa ekki samþykkt undirskriftalista frá sér. Hann hafi ítrekað farið niður í dómsmálaráðuneyti og reynt að greiða úr flækju en hann segir að það hafi dregið lappirnar með að senda áskilin eyðublöð. Hann hafi verið kominn með 342 undirskriftir, sem voru sannarlega til staðar í tæka tíð en hann hafi verið beðinn um að taka mynd af listunum og þá hafi verið litið til þess hvenær sú mynd var tekin. Ekki hvenær skrifað var undir. Síðan hefur Jonni safnað rafrænt undirskriftum og séu þær samtals um 600 talsins. Jonni telur þetta allt með ráðum gert, hæstvirtur ráðherra nokkur hafi talað um að það væru allt of mörg framboð og stórnsýslan hafi beinlínis, í anda þess, komið í veg fyrir að af framboði Landsflokksins gæti orðið. En er þetta ekki bara klúður af þinni hálfu? „Nei, þetta er brot á lýðræðinu,“ segir Jonni. Grafalvarleg atlaga að lýðræðinu Jonni útskýrir að það brot snúi ekki að því að fólk geti nú ekki kosið Landsflokkinn heldur því að ekki geti hver sem er boðið sig fram. Slíkt sé handvalið af klíku sem hafi slegið eignarhaldi sínu á kerfið allt. Hann segir þetta grafalvarlegt mál. „Almenningur ætti að stappa niður fótum gagnvart þessu og sleppa því að mæta á kjörstað, eða skila auðu. Þetta eru glæpahringir sem stjórna hérna.“ Spurður um kostnað vegna framboðsins segir Jonni að þetta hafi meira og minna allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir liggi 70 þúsund króna styrkur frá ónefndum aðila en það sé líka allt og sumt. „Í öðru lýðræðisríki yrðu þessar kosningar dæmdar ólöglegar vegna þessa. Þeir velja hverjum þeir hafna og hverjir komast inn.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira