Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2021 08:44 Lögregla og björgunaraðilar á vettvangi slyssins í maí. epa/Alessandro Di Marco Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala. Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum. Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum. Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi. Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær. Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað. Ítalía Réttindi barna Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala. Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum. Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum. Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi. Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær. Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað.
Ítalía Réttindi barna Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29
Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31
Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31