Nei! Þú þarft ekki barnabætur Lúðvík Júlíusson skrifar 15. september 2021 12:31 Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun