Nei! Þú þarft ekki barnabætur Lúðvík Júlíusson skrifar 15. september 2021 12:31 Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun