Þjóðargjafir fyrir útvalda Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. september 2021 13:30 Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun