Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 15. september 2021 16:02 Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar