Engin annarleg sjónarmið, eingöngu fólk sem starfar af heilindum Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 16. september 2021 10:30 Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar