Real Madrid vann dramatískan 2-1 útisigur á Valencia í kvöld. Liðið var 1-0 undir þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Topplið La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, mættust á Mestalla-vellinum í kvöld. Fyrri hálfleikur var markalaus en það voru heimamenn í Valencia sem komust yfir um miðbik síðari hálfleiks. Hugo Duro var þá fyrstur að átta sig er boltinn var laus innan vítateigs og kom knettinum yfir línuna.
Staðan var 1-0 Valencia í vil allt fram á 86. mínútu leiksins. Karim Benzema gaf þá á Vinícius Jr. sem skaut að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann söng í netinu. Gestirnir komust yfir þremur mínútum síðar þegar Vinícius gaf fyrir markið og Benzema skallaði knöttinn í netið.
Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins.
86': Benzema assists Vinicius Jr.'s goal
— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021
88': Vinicius Jr. assists Benzema's goal
Benzema and Vinicius Jr. both score to complete the comeback for Real Madrid and beat Valencia 2-1 pic.twitter.com/cgLOOVTdRV
Real er á toppi deildarinnar með fjóra sigra og eitt jafntefli í fyrstu fimm umferðum deildarinnar. Valencia er í 3. sæti en þetta var fyrsta tap þeirra á leiktíðinni.