Anna Kozyupa kom Hvíta-Rússlandi yfir strax á sjöttu mínútu áður en Anastasia Shuppo tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Anna Pilipenko breytti stöðunni í 3-0 snemma í seinni hálfleik, en Antri Violari minnkaði muninn fyrir Kýpur á 57. mínútu.
Tveim mínútum síðar skoraði Anastasia Shlapakova fjórða mark Hvít-Rússa og tryggði þeim þar með öruggan 4-1 sigur.
Þetta var fyrsta leikur riðilsins og Hvít-Rússar tróna því á toppi C-riðils með þrjú stig og vænlega markatölu.